Hvað gengur á ?

 Kórónuveiran er enn "grasserandi" í löndunum í kringum okkur og í stórum heimshlutum er hún enn í hraðri útbreiðslu með miklum fjölda dauðsfalla. Hvað liggur svo á að nánast berja ferðamenn til að koma til landsins. 

Hvað nú ef farsóttin gýs hér upp að nýju.

Norðmenn eru t.d. mjög áhyggjufullir, smitum snarfjölgar þar og víðar í þeim löndum sem nú hyggjast opna fyrir óhefta umferð

"81 nye koronasmittede i Oslo sist uke. Det er registrert 81 nye koronasmittede i Oslo sist uke, noe som er en tredobling fra uka før. NRK"

Óðagot íslenskra stjórnvalda

Í óðagotinu sem nú hefur gripið marga er gert lítið úr almennu heilbrigðisstarfsfólki og hjúkrunarliði; Ekki þurfi á þeim að halda við skimun 1000 ferðamanna á dag

Óraunsæið og óskhyggjan virðist hafa tekið völdin.

Nú snúist heilbrigðisþjónusta landsmanna um töku veiruprófa og söfnun lífsýna af erlendum ferðamönnum

Að berja sér á brjóst

Íslensk heilbrigðisþjónusta stóð sig mjög vel og sjálfssagt að stæra sig af því. En það voru hjúkrunarfólk, starfsmenn  sjúkrahúsa og heilbrigðisstofnana, björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn og almenningur  sem unnu sigrana. Fólkið sem lét loka sig inni vikum saman. Nú er forgangsmál að ljúka kjarsamningum við hjúkrunarfólk.

Heppnin var með okkur

Mikilvægt er að líta eigin barm heilbrigðiskerfisins áður brjóstið er þanið meir. 

Hér var það Íslensk erfðagreining sem hafði getu til að taka fjölda sýna og greina meðan tækjakostur Landspítalans var bilaður og úr leik í fleiri vikur. Veiruprófunarefni frá Össuri var til staðar sem reyndist hægt að nýta. Sérbúnaður fyrir heilbrigðistarfsfólk var af skornum skammti sem og gjörgæslubúnaður. Veirufræðideild, hjúkrunard- gjörgæsludeild og göngudeild sem og smitrakningarhópur unnu kraftaverk. Samt hefur hjúkrunarfólk verið án kjarsamnings misserum saman og áfram sýnd vanvirða af stjórnvöldum.

Það er mikilvægt að fara fyrst í naflaskoðun og endurskoða forgangsröðun óg stöðu heilbrigðiskerfisins áður en lagt er vísvitandi út í nýjar hættuferðir eins og nú stefnir í.

Þetta er ekki búið

Enn eru að greinast smit hér á landi og í yfirlýsingum og aðgerðum sóttvarnarlæknis eru gert ráð fyrir að veiran sé enn á ferð í landinu.

Þegar nú er lagt mikið undir að koma ferðmönnum inn í landið og skima þá fyrir veirunni er furðulegt að ekki skuli gerð gagnskör að enn meiri fjöldasýnatökum meðal landsmanna til að útrýma henni hér alveg.

Leyfum þjóðinni að draga andann

 Þá er í eins og allt heilbrigðiskerfi landsmanna sé lagt undir i sýnatökunum og veiruprófunum  gagnvart erlendum ferðamönnum.

Maður hefði haldið að nú væri heilbrigðismál landsmanna sjálfra í forgangi sem hafa setið á hakanum undanfarin misseri.

Látið er eins og sýnatökurnar einar séu "alfa og ómega", en ekki rætt um hvað með landsmenn sjálfa, hvað með ef smit kemur upp, hvað með ef þarf að setja stóra hópa í einangrun. Hvað ef einhver verður alvarlega veikur og lendir á gjörgæslu.

Hjúkrunarfólk í lykilstöðu

Hvers vegna er verið að gera svo lítið úr störfum hjúkrunarfræðinga að ekki þurfi að gera kjarsamning við þá. Og skipti ekki máli hvort hjúkrunarfólk sé í verkfalli, sumarfríum Veiruprófun á þúsundum ferðamanna sé ekkert mál. 

Hvað ef greinast nú alvarleg veikindi, hver á þá að hjúkra.

Þessi umræða er svo "absurd" og barnalega fljótfærnisleg og óábyrg.
Hversvegna mega ekki venjulegir íbúar landsins, gamalt fólk og viðkvæmt fólk fá eitt sumar í landinu sínu án þess að eiga á hættu að vera rekið í hús og látin læsa að sér.

Að "hella" ferðamenn fulla til að koma þeim inn í landið

Atgangurinn að koma ferðamönnum inn í landið minnir á sögurnar þegar manna þurfti hinn stóra togaraflota landsmanna með því að nappa fyllibyttur og róna í Hafnarstræti og hella þá fulla og bera meðvitundarlausa  um borð í togarann.

Þeir vöknuðu svo ekki til lífsins fyrr en skipið var komið langt út á rúmsjó.

Ætli að verði ekki að hella brennivíni í ferðamennina í Flugstöðinni um leið og rekinn er upp í þá veirupinninn til að koma þeim inn í landið.- Áfengissalan á flugstöðinni hefur alveg dottið niður.

Að njóta sumarsins

Þótt ástandið í ferðaþjónustu sé alvarlegt er þessi flumbrugangur í kringum að "opna# landið fyrir ferðamönnum óafsakanlegur. Auk þess sem tekin er mikil áhætta gangvart þjóðinni sem vill ekki fá nýja holskeflu veiruveiki yfir sig .

Leyfum landsmönnum að njóta sumarsins á Íslandi í friði


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband