Miðvikudagur, 13. maí 2020
Óðagot ráðherra getur orðið dýrkeypt
Íslensk Erfðagreining gæti skimað alla Íslendinga á örfáum dögum, einangrað smitbera og útrýmt veirunni.
Það er til lítils að skima alla ferðamenn inn í landið ef enn finnst hér smit.
Frekjan í ráðherrunum
Sóttvarnalæknir er greinilega ekki sáttur með frekjuna og yfirganginn í ráðherrum sem hver reynir að yfirbjóða annan. Þórólfur segir þær hugmyndir sem kynntar voru af ráðherrum um skimun við komuna til landsins í stað sóttkvíar nokkuð í þeim anda sem hann hafi verið að hugsa. Kórónuveiran sé ekki á förum, ný smit munu greinast innanlands"
Sóttvarnalæknir vill greinilega ekki fórna góðum árangri og heilsu landsmanna fyrir bráðræði pólitíkusa.
Ætti þá ekki að útrýma veirusmitum á Íslandi fyrst, hreinsa landið örugglega, ef hægt er að veiruprófa hundruð þúsunda ferðamanna með ásættanlegu öryggi
Skima alla ferðamenn og hengja á þá "rakningarapp"
Kári Stefánsson segir að reynslan undanfarnar vikur sýndi að framkvæmanlegt væri að skima alla sem kæmu til landsins. Íslensk erfðagreining hafi náð að prófa allt að tvö þúsund manns á dag og hægt ætti að vera að margfalda þá afkastagetu.
Skima alla á Íslandi fyrst
Fyrsta skrefið hlýtur samt að vera að tryggja að ekkert smit sé í landinu. Það gagnast ferðamönnum lítið að vera skimaðir á flugvellinum og veikjast svo af Íslendingum.
Þótt fólk hafi verið prófað fyrir einhverjum vikum síðan getur það hafa tekið smit síðan. Kári Stefnánsson getur skimað alla þjóðina á hálfum mánuði.
Það vantar einhverja brú í þessi plön og yfirlýsingar.
Mér finnst þurfa að gæta samræmis í þessum málum. Nú komast bara fáir í skimun hérlendis, hjá heilsugæslustöðvum verður fólk að vera fárveikt með mikil einkenni til þess að komast í sýnatöku. Hjá Íslenskri erfðagreiningu er lokað fyrir og allt sagt upppantað langt fram í tímann.
Í Wuhan í Kína á að prófa alla íbúana 11 miljónir á 10 dögum
"Gert væri ráð fyrir að það tæki um tíu daga að taka sýni úr borgarbúum sem eru ellefu milljóna
Fórnum ekki góðum árangri fyrir hégómagirnd pólitíkusa
Það hlýtur að vera fyrsta mál okkar að útrýma veirunni hér á landi áður en hafið er tilraunastarf með sýkta eða ósýkta ferðamenn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.