Miðvikudagur, 6. maí 2020
"Að rækta garðinn sinn"
Mér verður hugsað til franska skáldsins og heimspekingsins Voltaire og Birtings frá 1759
Fyrir nokkrum vikum var það einskonar "tískukrafa" að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Og það ekki seinna en í gær. Góð rök voru færð.
Hver heimsráðstefnan á fætur annarri var haldin með skrautbúnum þjóðhöfðingjum og frægu fólki sem þeyttist um í einkaþotum heimshornanna á milli.
Hver reyndi að yfirbjóða annan í loforðum og yfirlýsingum. Nú þyrfti að bjarga heiminum.
Reyndar var ekki hvað síst velt vöngum yfir klæðnaði "toppanna" sem mættu á þessum fínu ráðstefnum fyrir framan myndavélarnar heimspressunnar.
Og vissulega var staðan graf alvarleg þótt deilt væri um hvernig.
Stærsta mengunin og loftslagsváin tengdist ekki hvað síst aukinni flugumferð, ferðalögum fólks og flutningum á vörum heimshorna á milli. Ná þyrfti strax niður olíunotkun og eyðslu annars jarðefnaeldsneytis.
Skyndilega er breytt heimsmynd. Neyðarástandi var lýst yfir af náttúrinni sjálfri. Heimsfaraldur sem ógnar bæði lífi og efnahag íbúa alls heimsins.
Og hvað gerist. Tilveran snýst svo gjörsamlega við nánast á einni nóttu.
Nýtt neyðarástand skapaðist. Bannsett olíunotkunin dróst gríðarlega saman, olíuverðið nálgaðist núllið. Verð á jarðefnaeldsneyti féll. Flugvélaflota heimsins lagt
Hagkerfi heimsins og lífskjör fólks sem byggði á jarðefnaeldsneyti, ferðalögum og flutningum hrundi. Íbúar hnattarins standa fram fyrir gríðarlegri ógn og gjörbreyttri heimsmynd. Staðan er graf alvarleg og ekki séð fyrir endan á hvernig fer
Heimurinn, sömu "skrauthúfurnar" sem vildu lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum fyrir nokkrum vikum á breið þotunum sínum, standa nú á öndinni hvernig megi bjarga flugfélögum og koma flugferðum heimsins, olíunotkununni og allri fartinni í fyrra horf.
Allt kapp virðist lagt á að komast aftur á þann púnkt sem við vorum á fyrir kórónufaraldurinn: að geta ferðast um heiminn á breiðþotum og ræða neyðarástand í loftslagsmálum.
Við viljum nefnilega komast sem fyrst aftur í hersveitir Don Quiote að berjast við vindmyllurnar.
Birtingur Voltaire, franska skáldsins og heimspekingsins kom út 1759 og var lengi vel bönnuð í mörgum löndum.
Birtingur og félagar lenda í miklum ævintýrum, þrengingum og svallferðum um heiminn. Þeir dvelja um tíma meðal annars í hinu eilífa ríki nautnanna "Eldóradó".
Birtingur og höfundurinn Voltaire finna þó friðinn og tilgang lífisns í enda bókarinnar. Lokaorð Birtings gætu svo vel átt við í dag:
"Maðurinn á að rækta garðinn sinn"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.