Föstudagur, 1. maí 2020
Varlega með veiru eldinn!
Ýmsir ráðherrar eru farnir að setja óeðlilega pressu á sóttvarnarlækni og heilbrigðisyfirvöld með hvatvísum yfirlýsingum sínum um
" opnun landsins".
Það er verið að leggja mikið undir í að bæla niður og úttrýma veirunni hér á landi. Við viljum ekki að kóronaveiran blossi upp að nýju.
Skilyrðislaus sóttkví
Lokun landamæra og skilyrðislaus sóttkví eru liðir í þeim aðgerðum að bæla veiruna niður
Gríðarlegar efnahagsaðgerðir eru settar í gang til að ná þessum markmiðum
Stór hluti þjóðarinnar á heilsu og frelsi daglegs lifs síns undir að sóttvarnir haldi.
Samfélagið allt á sitt undir að það takist.
Óðagot utanríkisráðherra
Bæði utanríkisráðherra og fjármálaráðherra hafa verið með ótímabærar yfirlýsingar um að opna landið fyrir hinum og þessum þjóðum, en það ber að fara mjög varlega í þeim efnum.
Opna á sum lönd en ekki önnur er flókin aðgerð og er umræða sem fara verður gætilega í á svo viðkvæmum tímum.
Slíkur "ráðherra þrýstingur" getur skapað falskar væntingar sem þeir síðan geta litla ábyrgð borið á.
Eigum að lúta leiðsögn Sóttvarna
Með slíku yfirlýsingum einstakra ráðherra er verið að taka fram fyrir hendur á sóttvarnar- og heilbrigðisyfirvöldum sem hafa verið í forsvari fyrir öllum aðgerðum til þessa og bera hina faglegu og samfélagslegu ábyrgð.
Þeim hefur tekist vel og markmiðið er skýrt :
að útrýma veirunni á Íslandi
Umræddum ráðherrum er ekkert vandara um en öðrum að halda sig heima á Íslandi og geta talað við kollega sína erlendis í síma eða um fjarfundabúnað.
Heilbrigðisráðherra hefur tekið faglega á málum
Heilbrigðisráðherra hefur í öllum sínum yfirlýsingum og tali unnið út frá gefnu áliti sóttvarnarlæknis, almannavarna og landlæknis sem hefur verið til fyrirmyndar.
Mér finnst heilbrigðisráðherra ætti að stöðva frumhlaup þessara ferðaglöðu ráðherra sem eru með yfirlýsingum sínum að skapa falskar væntingar eða þrýsting sem þeir hafa ekkert umboð til.
Ferðatakmörkunum milli landa verður aflétt á faglegum og heilbrigðislegum forsendum þegar að því kemur og ekki í neinu kapphlaupi
Gleðilegan baráttudag verkalýðsins 1. Maí
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.5.2020 kl. 22:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.