Föstudagur, 6. mars 2020
Gott fordæmi hjá KS
Starfsmenn KS dvelji heima við í tvær vikur eftir heimkomu frá útlöndum
"Kaupfélag Skagfirðinga hefur beint þeim tilmælum til starfsmanna sinna sem koma frá útlöndum næstu tvær vikur að dvelja heima í hálfan mánuð eftir heimkomuna. Er þessi ákvörðun tekin í ljósi þess að Kaupfélagið er mjög stór aðili í matvælaframleiðslu á Íslandi.
Í tilkynningu sem send var út í morgun eru allir þeir starfsmenn sem koma heim frá útlöndum dagana 6.-20. mars beðnir að halda sig heima og hvattir til að fylgja fyrirmælum landlæknis varðandi sóttkví. Í tilkynningunni segir að allir starfsmenn í sóttkví muni halda launum og ekki verði dregið frá veikindarétti þessar vikur.
Kaupfélag Skagfirðinga er mjög stór matvælaframleiðandi á Íslandi. Verstu afleiðingarnar geta verið þær að það þurfi að koma til lokunar á einhverri starfstöð félagsins að ég tali nú ekki þeim öllum með því að þær séu settar í sóttkví. Það væri dýrt fyrir fyrirtækið og neytendur, sagði Magnús F. Jónsson, forstöðumaður Mjólkursamlags KS, í samtali við Feyki. Það er ljóst að þessi vágestur mun ganga yfir á einhverjum tíma og því lengur sem við getum hindrað að það þurfi að loka framleiðslueiningu, því styttri er tíminn fram að því að þetta er gengið yfir.
Magnús segir ákvörðunina, sem tekin var af æðstu stjórnendum félagsins, hafa fengið jákvæð viðbrögð. Auðvitað koma ýmsar spurningar upp sem þarf að svara, taka tillit til og finna svör við jafn óðum og þær eru bornar upp. Í þessari ákvörðun felst ekki síst þau skilaboð til starfsfólks fyrirtækisins að það sé ekki að ferðast til útlanda nema nauðsyn beri til, segir Magnús.
Starfsmenn eru hvattir til að hafa samband við Læknavaktina í síma 1700 eða síma Heilsugæslu fái þeir hita eða sýni einkenni frá öndunarfærum en mæta ekki óboðaðir á sjúkramóttökur.
Þrátt fyrir að ákvörðun þessi snúi ekki síst að matvælafyrirtækjum kaupfélagssamstæðunnar ná tilmælin til allra starfsstöðva og samstarfsfyrirtækja Kaupfélagsins í Skagafirði, að því er segir í tilkynningunni."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.