Heilbrigðiseftirlitið og kórónaveiran

Hreinlæti, handþvottur, sprittun, hanskar og almenn þrif og aðgæsla eru mikilvæg til þess að hefta útbreiðslu sjúkdóma.

Almannavarnir og landlæknir leggja á þetta ríka áherslu til sóttvarna. Handþvottur og engin faðmlög eða kossaflens að óþörfu.

Reynsulsögur um sóttvarnir

Ég átti erindi  á nokkra staði í gærkveldi og varð raunar nokkuð forviða.

Kom í apótek og spurði hvort ekki væri sótthreinsibrúsi við dyrnar. Starfsfólkið hafði ekki heyrt á það minnst. Engar viðvörunarupplýsingar voru uppi um hreinlæti. 

Ég kom í anddyri og móttökusal á stóru alþjóðlegu hóteli. Hvergi var þar að sjá sótthreinsiflöskur eða leiðbeiningar og upplýsingar til fólks um  þess hluti.

Ég kom á matsölustað þar sem skammtað var á diska úr borði og sumir voru enn með berar hendur að fylla á.

Ég kom í kjötbúð og þar voru enn sumir starfsmenn hanskalausir og berhentir í hrámatnum að skammta.

Ég kom í búð þar sem allar vörur  voru settar með berum höndum yfir strikamerkinguna við afgreiðsluborðið.

Heinlæti og aftur hreinlæti er talið einna mikilvægast til að hefta útbreiðslu hverskonar smits.

Annarsstaðar sem ég átti erindi virtust hlutirnir í góðu lagi.

Erfitt er að gera sér grein fyrir eða vita hvað er raunhæft og rétt að gera í þessum efnum. En til umhugsunar.

Ég heyrði á tal nokkurra ungra vaskra manna sem gerðu hálfgert grín að kórónaveirunni og að þetta væri nú bara smávegis kvef sem ætti ekki að vera gera svo mikið úr.

Viðurkenni alveg að hreinlæti er ekki alltaf mín sterkasta hlið og einfaldara að sjá flísina í augum annarra og ganga sjálfur með hanska og sprittbrúsa í vasanum ef hann fæst .

Nú þarf samstöðu allra

Getur Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga ekki komið þarna sterkar inn. Er það ekki þess  að fylgjast með og setja reglur, upplýsa og ráðleggja í þessum efnum?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband