Samstaðan gegn "kórónuveikinni"

" Haldið ró ykkar, veikin herjar fyrst og fremst á gamalt fólk og þá sem eru sjúkir eða veiklaðir". Mikil huggun fyrir okkur sem eldri erum.

Kórónaveiran og útbreiðsla hennar virðist alvarleg ógn fyrir samfélög heimsins. Íslensk stjórnvöld virðast nú vera að átta sig á alvöru málsins. 

Virkjum eigin landamæravörslu

En þó hefur enn ekki verið tekin upp raunveruleg landamærarvarsla og takmörkun á ferðum fólks til og frá sýktum og áhættu svæðum erlendis.

Markmiðið átti frá upphafi að verja landið. Stefna stjórnvalda í þeim efnum mætti vera mun skýrari.

Komi veiran til landsins á að grípa til allra aðgerða sem fært er til þess að kveða hana niður  og hefta útbreiðslu veikinnar hér innanlands. Undirbúa að takast á við hjúkrun þeirra sem sýkjast. Það verk er nú hafið á fullu. 

Talnaleikfimin

Mikil talnaleikfimi er uppi í umræðunni hjá almannavörnum og stjórnvöldum einstakra þjóða heimsins. Veifað er prósentu tölum um veikindi og dauðsföll innan einstakra aldurshópa, aldraðra, veikra og annarra með skerta mótstöðu. 

Maður fær á tilfinninguna að þetta sé nú ekki svo alvarlegt því dauðsföllin séu aðallega hjá sjúku fólki og þeim sem eru yfir sjötugt osfrv. 

Að sjálfssögðu gerum við sem erum yfir sjötugt okkur grein fyrir að við höfum minna mótstöðuafl gegn sjúkdómum en þau sem yngri eru.

Mér finnst samt skrýtið að ekki skuli beitt formlegum takmörkunum á hópferðum til fyrirfram sýktra svæða erlendis og íslensk landamæravarsla virkjuð. 

Látið er að því liggja að það sé á ábyrgð þeirra einstaklinga sem taka þá persónulegu áhættu að fara í þessar hópferðir m.a. inn á sýkt svæði.   

En þetta fólk kemur aftur til landins og þá eru þessar ferðir ekki lengur einkamál þeirra. Heimkomið eru allir  aðrir undir, vinnufélagarnir, öll félagsleg samskipti, börnin í skólunum, en líka þeir sem eru aldraðir og með skert ónæmiskerfi. Ábyrgðin er svo sett á Almannavarnir, sóttvarna og heilbrigðiseftirlit sem vantar mannskap til að svara í símann 

Almannavernd ríkislögreglustjóra  

 "Al­manna­varna­deild rík­is­lög­reglu­stjóra lýs­ir yfir áhyggj­um vegna yf­ir­stand­andi verk­falla sem nú eru í gangi og seg­ir þær aðgerðir geta haft áhrif á viðkvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins eins og fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­um. Þá geti tak­mörkuð sorp­hirða jafn­framt dregið úr áhrifa­mætti sótt­varnaaðgerða".

Efling hefur orðið við þessari beiðni 

Gætu Almannavarnir ekki beitt sér með sama hætti gangvart takmörkun á hópferðum til fyrirfram vitað sýktra svæða erlendis og hert á eigin landamæraeftirliti um ferðir til og frá landinu.   

Við viljum samstöðu þjóðarinnar líka gagnvart skipulögðu óþarfa áhættuspili.  


mbl.is Almannavarnir lýsa áhyggjum af verkfallsaðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband