Formaður Eflingar í Kastljósi

Sólveig Anna var skýr og skorinorð fyrir bættum kjörum láglaunafólksins, umbjóðenda sinna, kvennanna sem vinna á leikskólunum og hjúkrunarheimilum á lægstu launum samfélagsins í Kastljósi í gærkveldi.

"Til þessa var ég kosin formaður" sagði Sólveig Anna, og rökstuddi sitt mál á einfaldan hátt.

Saman í liði félagarnir í sjónvarpinu
Þeir voru svo sannarlega saman í liði þáttarstjórnandinn og framkvæmdastjóri samtaka félags atvinnurekanda og býsnuðust saman yfir tíuþúsundkalli til leikskóla kvenna og það myndi sliga "lífskjarasamninginn".
Ég hélt að þeir ættu börn á leikskólum og þekktu aðstæður.

Hækkun hæstu launa og Lífskjarasamningur

Þeir svöruðu ekki spurningum Sólveigar hvort hundruð þúsunda króna hækkun mánaðarlauna til efstu stiga samfélagsins rugguðu ekki Lífskjarasamningnum.

Borgin sparar sér stórfé á láglaunafólki
Fram kom að Reykjavíkurborg sparar stórfé á því að hafa leikskólana undirmannaða og láta fólk  sem haldið er á lægstu launum ganga í störf menntaðra leikskólakennara. En hlutfall þeirra er mun lægra hjá leikskólum Borgarinnar en á að vera samkvæmt lögum. Eru leikskólakennarar þó ekki oflaunaðir, síður en svo.

Það á að setja börnin og aðbúnað þeirra í forgang.

Um það snýst málið.

Góður leikskóli með ánægðu starfsfólki er forsenda raunverulegs lífskjarasamnings

Þetta var annars mjög fróðlegt samtal þeirra tveggja félaganna við formann Eflingar

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband