Lífskjarasamningur og leikskólabörnin

Það að vita af börnunum sínum á góðum leikskóla með nægu starfsfólki, menntuðu og ánægðu með kjör sín og starfsskilyrði  eru grunnatriði lífskjara hvers samfélags.

Eigin réttur barna og skyldur samfélagsins eru mjög til umræðu sem er gott og tímabært.

Hugtökin "snemmtæk íhlutun", stuðningur og utanumhald fyrstu æviárin ráði miklu um velferð barna í uppvextinum og sem fullorðið fólk.

Við höfum fengið sérstakt Barnamálaráðuneyti og ráðherra sem hefur sýnt frumkvæði og beitt sér á fjölþættum sviðum til að styðja við börn og þá sem næst þeim standa.

Mikilvægi leikskólanna 

Rannsóknir sýna að einmitt leikskólaaldurinn er afar mikilvægur. Þar geti ráðist að stórum hluta velferð barna síðar meir á lífsleiðinni.

Í "Lífskjarasamningnum" átti einmitt að horfa til fleiri þátta í samfélaginu en prósentuhækkunar og hindra "höfrungahlaup" hæst launuðu stétta samfélagsins.

Þeir áttu líka að færa aukið réttlæti í kjörum, átak í húsnæðismálum, vaxtalækkun, nýjar áherslur og sérframlög til ýmissa velferðarmála, raunverulegur Lífskjarasamningur  með markmið sem þokkaleg sátt væri um.

Það að vita af börnunum sínum á góðum leikskóla með nægu starfsfólki, menntuðu og ánægðu með kjör sín og starfsskilyrði  eru grunnatriði lífskjara hvers samfélags.

Leikskólastarf er ekki bara "barnapössun" 

Mér finnst í umræðunni um kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar vera  talað niður til starfsins á leikskólum og þá jafnframt litið framhjá mikilvægi þessara uppeldis og þroskastaða og þeirrar ábyrgðar sem lögð er á fólkið þar.

Það er eins og umræðan um menntun og þroska barna, snemmtæka íhlutun í stuðningi, áhrif þessa aldurskeiðs barna á síðari tíma velferð hafi algjörlega farið framhjá fólki þar á bæ og reyndar víðar í samfélaginu. Að hér sé aðeins um "barnapössun" að ræða.

Menntastofnun ungbarna í stað leikskóla.

Kannski þvælist nafngiftin "leikskóli", fyrir, að þar sé fólk bara að leika sér og starfið njóti þess vegna ekki þeirrar virðingar og ábyrgð ekki metin sem það verðskuldar og lög kveða á um.

Skiptum um nafn og köllum leikskólann  " Menntaskóli ungbarna"

Þetta á að mínu viti að vera grunnstef hjá þeim sem bera faglega og rekstralega ábyrgð á leikskólunum. Leikskólarnir þurfa að uppfylla væntingar samfélagsins til "Lífskjarasamningsins" svo sátt náist. Ef einn þáttur í því er að leiðrétta grunnlaun starfsfólks með ein lægstu laun á vinnumarkaði verður að gera það.

Góð menntun ungbarna eru forsenda "Lífskjarasamnings"  

Við skyldum nú ætla að áherslur Barnasáttmála, sjálfstæðan rétt barna og skyldur samfélagsins gagnvart börnum væri þá hugtök sem bæri mikið á í starfskjaramálum fólks á leikskólum.

En þar verða allir fyrir vonbrigðum. Engin minnist á aðbúnað  starfsfólks á forsendum barnanna. Leikskólarnir eru undirmannaðir, mikið álag á starfsfólk, veikindi og kulnun í starfi. Mér sýnist þurfa algjöra hugarfarsbreytingu í umræðunni um leikskóla og mikilvægi þeirra.

Öflugur Menntaskóli ungra barna með ánægðu starfsfólki er forsenda góðs Lífskjarasamnings


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband