Bretar endurheimta fullveldi sitt frá ESB

Í dag ganga Bretar formlega úr ESB. Til hamingju. 

Hið miðlæga valdakerfi ESB hefur reynt með öllum tiltækum ráðum að koma í vega fyrir að lýðræðisleg ákvörðun Breta í þjóðaratkvæðagreiðslum næði fram að ganga.

Mér verður hugsað til þess hve litlu munaði að fláráð íslensk stjórnvöld tækist að véla Ísland inn í þetta sjálfhverfa ríkjsamband ESB og það fram hjá vilja þjóðarinnar. 

Aðildarumsókn Íslands að ESB  frá 2009 var bein svik við íslensku þjóðina, í raun ein stærstu kosningasvik í sögu Lýðveldisins. 

Umsóknin og aðdragandi hennar fór að mínu viti þvert gegn stjórnarskrá Íslands. 

Sem betur fór tókst að stöðva umsóknina í tíma.

Nú fer svo sannarlega að koma tími á að ESB vegferð íslenskra stjórnmálamanna frá þessum tíma verði gerð upp og þeir sem þar stóðu í stafni svari fyrir þær gjörðir sínar og fái í það minnsta tækifæri til þess að viðurkenna mistök sín og biðja þjóðina afsökunar.

Meðan að ESB umsóknin frá 2009 og pólitísku svikin í kringum þá vegferð eru óuppgerð mun reynast erfitt fyrir stjórnmálamenn og Alþingi að kalla á aukið traust. Gildir þar einu þótt Alþingi leiti  til erlendra siðameistara til aðstoðar í þeim efnum.

("Sérfræðingar að utan heimsækja Alþingi vegna siðareglna" !)

Sjálfstæðið er sívirk auðlind og er fjöregg hverrar þjóðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband