Hógværð Samkennd Ábyrgð

Það voru  hárrétt viðbrögð hjá forsætisráðherra Katrínu Jakopsdóttur að kalla saman Þjóðaröryggisráð vegna stórviðrisins sem gekk yfir landið og því alvarlega hættuástandandi sem skapaðist víða um land. Með því var verið að undirstrika alvöru málsins og hversu mikilvægt  það er, að innviðir samfélagsin , raforka, fjarskipti, samhæft og öflugt  björgunstarf sé til staðar og í forgangi fyrir íslenskt samfélag. 

Starf björgunarsveita og íbúanna á veðurhamfarasvæðunum var mikið og kraftverk unnin.

Fjöldi fólks lagði sig í beina lífshættu til að koma öðrum til hjálpar. Starfsmenn flutningkerfis raforku, fjarskipta og samgangna hafa einnig  unnið stórvirki við afar erfiðar aðstæður. Þessi fjöldi fólks á miklar þakkir skyldar 

Ég sit samt eftir með þá tilfinningu að það sé einnig mjög miklvægt að stjórnendur svo sem í raforkugeiranum, Rarik, Landsneti og Landsvirkjun þurfi að fara á námskeið í þeim dyggðum sem nefndar eru í fyrirsögn þessa pistils. 

Gæti okkar ágæti forsætisráðherra vel átt forgöngu um það.

  Þótt menn séu forstjórar fyrir stórum ríkisstofnunum með víðtækar almannaþjónustu skyldur  og finnist þeir eiga mikið undir sér, skulu þeir samt forðast að tala niður til fólksins, þjóðarinnar og með því draga athyglina frá sjálfum sér og leita að einhverjum öðrum sökudólgum í hamfaraástandi síðustu daga .

Þegar að því kemur er farsælast að byrja í sínum  eigin ranni  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband