Reglugerð ESB brotin !

Stjórn Persónuverndar hefur úrskurðað að hinar leynilegu og umdeildu upptökur á Klausturbar hafi verið ólöglegar, brot á persónuverndarlögum og brot á reglugerð Evrópusambandsins eins og segir í frétt af úrskurðinum og Báru beri að eyða upptökunum fyrir 6. júní.

Hvað gerir nú forsætisnefnd ?

 

Nú lét forsætisnefnd Alþingis vélrita þessar ólöglegu hljóðupptökur og dreifa innan þingsins. Þeim hlýtur nú að þurfa að eyða.

Forseti þingsins hélt óbeðinn magnaða ræðu úr stól Alþingis til að biðjast afsökunar fyrir hönd tiltekinna þingmanna á grunni ólöglegrar upptöku. Skipuð var sérstök forsætisnefnd og  siðanefnd sem varði drjúgum tíma í að hlusta á þessar upptökur að sögn.

Upptökurnar brot á reglum ESB

Nú reynast upptökurnar ólöglegar og það sem verra er, brot á reglugerð Evrópusambandsins sem við höfum innleitt. Upptökunum ber að eyða. Forseti þingsins verður nú væntanlega að biðja ESB afsökunar fyrir að taka þátt í því að brjóta reglugerð þess.

Lífið er ekki einfalt á Alþingi!

Gerum hlé á Orkupakkaumræðunni

Alþingi ætti nú að gera hlé á umræðu um 3.Orkupakka ESB og yfirfara málið betur.  Það er kannski ekki ráðlegt að efna til enn fleiri brota á reglugerðum ESB sem við þá höfum innleitt eins og samþykkt Orkupakkans mun kalla á ef fram heldur sem horfir í þeirri umræðu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband