Föstudagur, 1. mars 2019
"Árinni kennir illur ræðari"
"Traust til Alþingis hefur hrunið niður að undanförnu og er nú um 18 prósent þjóðarinnar sem treystir því. Það er um 11 prósentustigum minna en þegar þjóðarpúls Gallup mældi það síðast.
Frá þessu greindi RÚV í kvöld.
Bankakerfið mælist með 20 prósent traust, og hefur undanfarin áratug verið í neðsta sætinu, en er nú í þriðja neðsta sæti. Minnst er traustið til borgarstjórnar Reykjavíkur og Alþingis. Borgarstjórn með 16 prósent og Alþingi 18, eins og fyrr segir".
Alþingi og Borgarstjórn Reykjavíkur njóta minnst trausts almennings, sem eru alvarleg skilaboð til þeirra sem þar stýra ferð.
Nú þarf hver að líta í eigin barm en ekki stöðugt horfa til þóftunautar síns og kenna honum um eins og við munum þó vafalaust verða vitni að, því miður.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.