"Árinni kennir illur ræðari"

 
Traust til Alþingis og Borgarstjórnar Reykjavíkur hrynur. 
 
Hver mun þar kenna öðrum um í stað þess að líta af hógværð í eigin barm

"Traust til Alþingis hefur hrunið niður að und­an­förnu og er nú um 18 pró­sent þjóð­ar­innar sem treystir því. Það er um 11 pró­sentu­stigum minna en þegar þjóð­ar­púls Gallup mældi það síð­ast. 

Frá þessu greindi RÚV í kvöld.

Banka­kerfið mælist með 20 pró­sent traust, og hefur und­an­farin ára­tug verið í neðsta sæt­inu, en er nú í þriðja neðsta sæti. Minnst er traustið til borg­ar­stjórnar Reykja­víkur og Alþing­is. Borg­ar­stjórn með 16 pró­sent og Alþingi 18, eins og fyrr seg­ir".

Alþingi og Borgarstjórn Reykjavíkur njóta minnst trausts almennings, sem eru alvarleg skilaboð til þeirra sem þar stýra ferð.

Nú þarf hver að líta í eigin barm en ekki stöðugt horfa til þóftunautar síns og kenna honum um eins og við munum þó vafalaust verða vitni að,  því miður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband