Miðvikudagur, 14. nóvember 2018
Bankarán !
Þjónustugjöld bankanna hækka og ný gjöld búin til
Þjónustugjöld íslensku bankanna hafa hækkað töluvert á undanförnum árum, samkvæmt úttekt verðlagseftirlitsins á verðskrám bankanna. Þá eru hækkanirnar langt umfram vísitölu neysluverðs, að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ.
"Ég kosta þúsund kall á mínútu"
Viðskiptavinir standa gjörsamlega varnarlausir gagnvart þessum sjálftökum bankanna sem engin bönd virðast ná um.
Spurning hvort verði ekki að standi skilti framan á einstökum starfsmönnum bankanna : "Ég kosta 1000 kall á mínútu".
Skylt er að verðmerkja vörur í búðum en þessar rukkanir bankanna koma allar eftir á og eru ósýnilegar eins og um kalda hönd sé að ræða. Hefði ekki þessi aukna rafræna tækni bankanna átt að lækka öll þjónustugjöld?
Fólk er orðið vant að borga allt sem bankar setja upp og reynsla margra er sú að, ef þú spyrð gæti það kostað enn meir.
Ég stend mig sjálfan að því að ganga óöruggur með veggjum ef ég fer inn í banka og held fast um krítarkortið af ótta við að vera rændur í hverju skrefi sem ég tek. Ég vissi þó ekki að svo væri raunin.
Sjálftökuófreskjan
Mér finnst verðlagning á þessari þjónustu og fundvísi á að stofna til nýrra gjalda ganga út yfir allan þjófabálk.
Vísað er til rafrænna möguleika osfrv. Gott og vel en á hverjum bitnar þá þessi ráðstöfun harðast? Jú m.a. á eldra fólki og þeim sem taka alvarlega varnaðarorð um að óprúttnir geti komist yfir leyninúmer o.sfrv. Svo eru bara ekki allir jafnklárir að lesa hinar rafrænu leiðbeiningar. Greiðslubeiðnir eru hættar að berast í pósti og séu þær sendar, berast þær ekki fyrr en löngu eftir gjalddaga.
Og svo tala skattayfirvöld um að banna notkun peningaseðla í viðskiptum til að tryggja bönkunum enn betur þessa tekjulind.
Maður hlýtur að auglýsa eftir einhverjum með heila brú í kollinum sem getur hamið þessa sjálftökuófreskju
Útibúum fækkað en þjónustugjöld hækka
"Ef vísitala neysluverðs er skoðuð má sjá að þjónustugjöld banka og kostnaður við greiðslukort hefur hækkað langt um fram vísitölu neysluverðs. Samkvæmt könnun verðlagseftirlitsins hefur bankakostnaður hækkað um 11% og kostnaður við greiðslukort hækkað um 19% á síðustu þremur árum, þ.e. frá október 2015 til október 2018. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 7%." mbl.
Það er eitthvað meiri háttar að.
Græðgin í arðgreiðslur eða bónusa til stjórnenda má ekki ganga útyfir allan þjófabálk.
Það er eitthvað að í sjálftökum og þjónustuskyldum bankanna. Það þýðir lítið að höfða til samkeppnni því þetta er nánast eins hjá öllum og svo eru einstaklingar og fyrirtæki býsna bundin vistarböndum við þann banka sem þeir hófi samskipti við
Þjónustugjöld hækka langt umfram verðlag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 15.11.2018 kl. 11:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.