Mánudagur, 5. mars 2018
Rislítil ræða landbúnaðarráðherra á Búnaðarþingi
Búnaðarþing var sett víð hátíðlega athöfn í Súlnasal Hótel Sögu í morgun. Kjarkleysi landbúnaðarráðherra gagnvart kröfum ESB olli miklum vonbrigðum
Formaður Bændasamtakanna, Sindri Sigurgeirsson flutti kraftmikla ræðu þar sem lögð var áhersla á mikilvægi íslensks landbúnaðar hollustu matvæla og nýtingu og verndun náttúrulegrar landgæða og traustrar búsetu um allt land.
Stjórn Bændasamtakanna hafði sent landbúnaðarráðherra skriflegar spurningar um hver væri afstaða hans til krafna ESB um innflutning á hráum ófrosnum kjötvörum og afléttingu tollverndar. Hvoru tveggja mun veita ESB ríkjum heimild til hömlulítils innflutnings á landbúnðarvörum til landsins, sem þó væru framleiddar hér á landi á umhverfisvænan og heilbrigðan hátt.
Vildi formaður Bændasamtakanna að stjórnvöld tækju upp beinar viðræður við pólitíska forystu ESB til þess að tilkynna og treysta þennan fullveldisrétt Íslands og að Alþingi réði ferð í matvæla- og fæðuöryggi þjóðarinnar. Mikilvægt væri að við hefðum sjálf vald til að geta verndað einstæð eigin búfjárkyn okkar gegn framandi erlendum sjúkdómum.
Ræða ráðherra Kristjáns Þórs Júlíussonar olli miklum vonbrigðum. En þar var því lýst yfir að hann hygðist leggja fyrir Alþingi tillögur til breytinga á matvælalöggjöfinni þar sem fallist væri á allar kröfur Evrópusambandsins um frjálsan innflutningu á hráum ófrosnum kjöyvörum og ógerilsneyddri mjólk og hráum eggjum.
Lítt myndi ráðherra reyna að sporna gegn óheftum innflutningi á landbúnaðarvörum til landsins með tollvernd eins og þó flestar aðrar þjóðir gera.
Undirgefni ráðherra gagnvart kröfum ESB og framsal á fullveldisrétti Íslendinga til að ráða sínum eigin málum sem varða sjálfsákvörðunarrétt var hreint ótrúleg.
Ég trúi því ekki að það verði framlag ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur til afmælishátíðar 100 ára fullveldis þjóðarinnar að framselja til ESB valdið til að ákveða um fæðu og matvælaöryggi Íslands.
Það var athyglisvert að Meri Remes, fulltrúi finnsku Bændasamtakanna sem ávarpaði þingið hvatti bændur og stjórnvöld til að standa fast á fullveldisréttinum í hráakjötsmálinu. Flutti hún mál sitt á fallegri íslensku
Meri Remes minnti jafnramt á að það gæti blásið kalt um fæturna í þeirri baráttu og afhenti hún þykka finnska ullarsokka til að klæðast í stríðinu sem framundan væri í þessum efnum.
Var ólíkt að heyra til hennar í hvatningu til íslenskra bænda en landbúnaðarráðherra ríkisstjórnarinnar sem virtist hafa það eitt til að leggjast marflatur fyrir kröfum ESB.
Var mér hugsað til Haraldar Benediktssonar fyrrverandi formanns Bændsamtakanna, en við stóðum þétt saman og höfnuðum þessum kröfum ESB, þegar ég var ráðherra og hann formaður samtakanna.
Haraldur sem 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis gegnir nú lykilsstöðu á Alþingi og allir unnendur íslensks landbúnaðar hljóta að horfa m.a. til hans eftir þessa ótrúlegu ræðu flokksbróður hans
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.