Barnasáttmálinn og velferð barna

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er ein merkasta samþykkt sem alþjóðasamfélagið hefur sett sér.

Sáttmálinn kveður á um fortakslausan og sjálfstæðan rétt barns sem einstaklings til skilgreindra eigin mannréttinda og verndar sem hverju samfélagi ber skylda til uppfylla og standa vörð um. Alþingi Íslendinga samþykkti Barnasáttmálann fyrir sitt leyti 2013 og verulegur hluti hans hefur þegar verið leiddur í íslensk lög og framkvæmd, þótt enn megi gera miklu betur á ýmsum sviðum hans.

Til framtíðar

Barnasáttmálinn vísar veginn til framtíðar en sum lönd og samfélagshópar  eru tregari en aðrir til að mæta strax öllum kröfum hans. Þannig er það því miður oft hjá einstaklingum og hópum sem ekki  geta varið eða sótt sjálft rétt sinn og í þessu tilviki eru það  börnin.

Velferð og þarfir barna eru  forgangsmál

Það er forgangsmál að treysta réttarstöðu og bæta þjónustu við börn m.a. á sviði heilbrigðisþjónustu, sálgæslu, mannúðar  mennta,- og félagsþjónustu svo dæmi séu nefnd. Erfið staða margra  barna og unglinga í dag er hrópandinn í íslensku samfélagi og ber þar margt til.

  Fyrsta boðorð í þeim efnum er að virða  mannréttindi þeirra sem einstaklinga, þarfir og velferð. Það er síðan samfélagsins að uppfylla skyldur sínar við börnin, mæta þörfum þeirra og tryggja velferð og þroska hvers og eins.

Umboðsmaður barna 

Frumvarp til laga sem kveður á um að banna umskurð drengja liggur nú fyrir alþingi. 

Umboðsmaður barna hefur sent frá sér álit um málið en þar segir:

" Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna sem samþykktur var á Íslandi 2013 er nokkuð afdráttarlaus  þegar kemur að réttindum barna gagnvart slíkri aðgerð ". ( Umboðsmaður barna á Íslandi styður umskurðarfrumvarpið )

Undir þessi sjónarmið umboðsmanns barna er tekið heilshugar.

Sjálfsagt er að kanna hvort ekki séu nú þegar fyrir hendi bein ákvæði í íslenskum lögum sem tryggja réttarstöðu barns í þessum efnum og sem  gæti þurft að skýra og virkja betur.

Tryggja þarf réttarstöðu barna með lögum

   Einnig má velta fyrir sér hvort lagaákvæði sem tryggja sjálfstæða réttarstöðu barna  eigi betur heima t.d. í barnalögum eða lögum um heilbrigðisþjónustu, en þar má taka á mannréttindum barns og skyldum samfélagsins gagnvart því með heildstæðum og afdráttarlausum hætti 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband