Mánudagur, 4. desember 2017
Guðmundur Ingi - "Ráðherra náttúru landsins"
"Ég verð að sjálfsögðu umhverfisráðherra allra landsmanna en kannski fyrst og fremst náttúru landsins" sagði nýr umhverfisráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson í viðtali við ( Rúv. 03.12. Verður fyrst og fremst ráðherra náttúrunnar )
Náttúruvernd og umhverfismál hafa oft lent á hliðarlínunni í pólitískum ákvarðanatökum á undanförnum árum. Virðing fyrir náttúrunni og framtíðarsýn hefur oft verið takmörkuð og lotið í lægra haldi fyrir skammatíma gróðasjónarmiðum. Það er gott að náttúran hafi fengið góðan talsmann í ríkisstjórn
Óheppinn formaður Vestfjarðarstofu
Það var dapurt að heyra nýjan formann Vestfjarðarstofu á Ísafirði hnjóða í umhverfisráðherrann fyrir fram og draga trúverðugleika hans í efa. ( Hefur áhyggjur af nýjum umhverfisráðherra. Rúv 03.12.)
Vafasamt er í hvers umboði formaður Vestfjarðarstofu getur látið slík orð falla í garð ráðherrans, en það er alveg klárt að hann er hvorki að styrkja ímynd Vestfjarða né gera umræðunni gagn með þeim.
Einstæð náttúra Vestfjarða
Vestfirðir státa af einum dýrustu náttúruperlum landsins og einstæðu lífríki sem við öllum berum okkar ábyrgð á. Að sjálfsögðu er byggðin og búsetan hluti af þeirri heildar mynd allri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.