Miðvikudagur, 1. nóvember 2017
Náttúruvernd og umhverfismál ?
Það vakti athygli hve náttúruvernd og umhverfismál fengu lágan sess í áherslum flokkanna við síðustu alþingiskosningar.
Gjarnan var frekar veist að þeim frambjóðendum sem héldu þeim áherslum á lofti.
Sumir rugluðu saman aukinni skattheimtu og hugsjónum náttúruverndar.
Sérstöðu hafði þó Björt framtíð með umhverfisráðherrann Björt Ólafsdóttur í fararbroddi. En þau héldu best fána umhverfisins á lofti og því að náttúran skyldi njóta vafans í verkum mannanna.
Svo sannarlega er hægt að hrósa Björt fyrir frammistöðuna og áræðnina sem hún sýndi í þágu náttúrunnar á stuttum ferli sínum sem ráðherra.
Nú hefur Björt framtíð þurrkast út af þingi og mörgum unnendum fjölbreyttar íslenskrar náttúru er órótt um að söm verði örlög hugsjóna náttúruverndar í störfum nýkjörins alþingis.
Vonandi að svo verði ekki, en þá þurfa þingmenn heldur betur að taka sig á.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 2.11.2017 kl. 09:17 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.