Bretar endurheimta fiskveiðilögsögu sína frá ESB

Fullt forræði yfir eigin fiskveiðilögsögu er hluti af sjálfstæði þjóðar.  Þess vegna hafa Bretar nú sagt upp fiskveiðisamningum við ESB og tilkynnt að þeir muni segja sig frá yfirráðum í Brüsel.

("Bretar segja upp 50 ára fiskveiðisamningi") fréttir rúv 02.07

 Þeir muni fara með yfirráð og stjórn fiskveiða í lögsögu sinni eins og önnur fullvalda ríki.

Mikilvægt er að Íslendingar taki strax upp formlegar tvíhliða viðræður við Breta um samstarf í fiskveiðimálum, sölu og markaðssetningu sjávarafurða.  

Fáir skilja nú svikulan hug eða fávísi þeirra stjórnmálamanna sem studdu umsókn að ESB vitandi það að slík umsókn og aðild   þýddi framsal á forræði sjávarauðlindarinnar til Brüssel.

 Það lá fyrir frá fyrsta degi umsóknar. Þessu kynntist ég vel sem ráðherra sjávarútvegsmála á þeim tíma.  

Sem betur fór tókst að stöðva ESB umsóknina í tíma.

Eðlilegt er að ein fyrsta formlega yfirlýsing Breta við útgöngu úr ESB sé tilkynning um fullt forræði þeirra yfir fiskveiðilögsögu þjóðarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband