Mánudagur, 1. maí 2017
Á baráttudegi 1. Maí
Árnaðaróskir til alls verkafólks og launþega á alþjóðlegum baráttudegi 1. maí
Sérstök ástæða er einnig til að fagna að í gær, 30. apríl rann út bráðbirgðaákvæði um mögulega flýtimeðferð á breytingum á stjórnarskrá íslenska Lýðveldisins.
Eitt af baráttumálum ESB aðildarsinna vorið 2009 undir forystu Samfylkingarinnar var að koma að flýtimeðferð í breytingum á stjórnarskrá til að auðvelda og hraða inngöngu Íslands í ESB.
Reynt var að koma á flýtimeðferð á stjórnarskrárbreytingum í gegnum þingið í minnihlutastjórn Samf. og Vg. vorið 2009. En aðild að ESB hefur í raun verið eina mál Samfylkingarinnar gegnum tíðina. Það tókst ekki sem betur fór.
Að verja fullveldið
Möguleikarnir á að koma heimild til flýtimeðferðar byggði á því að ESB- aðildarsinnar í Framsókn og Sjálfstæðisflokki styddu það í þinginu. En hluti þingmanna Vg var agjörlega andvígur stjórnarskrárbreytingum sem heimiluðu fullveldisframsal og þá flýtimeðferð á stjórnarskrábreytingum sem var ætlað að auðvelda framgang hugsanlegrar ESB umsóknar.
Stríðið um stjórnarskrána undanfarin ár snerist fyrst og fremst um fullveldisframsalið.
Önnur atriði eins og umhverfiskaflinn, þjóðareign á auðlindum, mannréttindakafli og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur var tiltölulega góð sátt um.
ESB aðildarsinnarnir á þingi og í ríkisstjórn gátu ekki unað því og kröfðust annað hvort alls eða ekkert. Mikill stuðningur við ákvæði um þjóðkirkjuna í stjórnarskrá kom þeim sömu mikið á óvart.
Undir lok kjörtímabilsins vorið 2013 þegar ljóst var að allsherjar stjórnarskrárbreytingar næðu ekki fram að ganga var að tilhlutan Árna Páls Árnasonar þá orðinn formaður Samf. borin fram tillaga um bráðbirgðaheimild til flýtimeðferðar á stjórnarskránni sem gilti til aprílloka 2017.
Samtímis voru tillögur Jóhönnu Sigurðardóttur um stjórnarkrárbreytingarnar dregnar til baka og ESB umsóknin formlega sett á ís.
Hreyfingin taldi að með því að taka stjórnarskrárbreytingarnar af dagskrá þingsins væri Samfylkingin að svíkja loforð sem hún hefði gefið þeim fyrir stuðning við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Flutti Hreyfingin því vantraust á ríkisstjórn Jóhönnu á siðustu dögum þings vorið 2013.
Flýtimeðferð um stjórnarskrárbreytingar fallin úr gildi
Fyrir þá sem ekki vilja neina flýtimeðferð á tillögum um fullveldisframsal er það gleðiefni að nú skuli þessi heimild útrunnin
Ákvæðið um þjóðaratkvæði fallið úr gildi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.