Föstudagur, 21. apríl 2017
Umhverfisráðherra verður að standa í lappirnar
Umhverfisráðherra stendur enn í lappirnar og fylgir eftir skoðun sinni og stefnu sem hún lofaði fyrir kosningar í stóriðju og náttúrvernd. Ráðherra er yfirmaður stjórnsýslu þess málaflokks sem undir hann heyra.
United Silicon átti að loka fyrir páska Umhverfisráðherra: Nú er nóg komið. sagði ráðherrann
United Silcon í Helguvík hefur komist upp með ótrúlega hegðan samkvæmt fréttum og nú síðast stórbruna Það er mjög eðlileg krafa umhverfisráðherra að verksmiðjan verði ekki gangsett aftur fyrir en allir þættir þessa verksmiðjureksturs séu rannsakaðir.
Björt sem ábyrgur ráðherra með skoðun krefst þess að fullnægt sé eðlilegum kröfum um fjármögnun, í öryggis og mengunarmálum áður en verksmiðjan verði gangsett á ný.
Auðvitað rís "kerfið" upp á afturlappirnar og veitist að ráðherra fyrir að hafa pólitíska skoðun og í samræmi við yfirlýsingar sínar fyrir kosningar og vill fram fylgja þeim.
Þeir pólitíkusar sem segja eitt fyrir kosningar og svo annað þveröfugt eftir kosningar eru ekki mikils virði.
Hugsum okkur hvað gerðist á hinn bóginn ef ráðherra setti ekki fram þessi skilyrði sín og verksmiðjan starfaði óhindrað áfram.
Kæmi nýtt slys, bruni eða sjúkdómar á starfsfólki og óásættanleg mengunarslys og ráðherra ekki brugðist við þá gæti hún orðið að segja af sér vegna vanrækslu í starfi. Áhættan liggur fyrir.
Ráðherra er pólitískt og stjórnsýslulega ábyrgur fyrir málaflokki sínum og æðsti yfirmaður stjórnsýslu þeirra mála.
Mikilvægt er að Björt sem ráðherra standi með sjálfri sér og þeirri stefnu sem hún kynnti fyrir kosningar og þeirri ábyrgð sem hún var kosin til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.