Brexit- tíðindi ársins

Þjóðaratkvæðagreiðsla og úrsögn Breta úr ESB eru vafalaust ein stærstu tíðindi ársins í okkar heimshluta. Það gerði breska þjóðin þvert á hótanir embættismannavaldsins og stofnankerfisins innan ESB.  

Áform Evrópusambandsins um stofnun sambandsríkis Evrópu hefur því riðlast varanlega á árinu.

Mér verður hugsað til vorsins 2009 þegar forystumenn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur lögðu ofurkapp á að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.

Þar voru um að ræða ein stærstu svik og  ógæfu spor sem íslensk stjórnvöld hafa stigið á fullveldistíma þjóðarinnar.  

Umsókn um inngöngu var send án raunverulegs meirihluta stuðnings alþingis og þvert á gefin fyrirheit við þá nýafstaðnar kosningar.

Ekki var talið óhætt að spyrja þjóðina fyrirfram hvort hún yfir höfuð vildi ganga í sambandið, það gæti komið vitlaus niðurstaða.

Sem betur fór tókst að stöðva umsóknina að ESB áður en verulegt tjón hlaust af. Harkan af hálfu ESB aðildarsinna var hinsvegar gífurleg.

Við sem vorum þá í þeirri eldlínu vitum hversu tæpt baráttan um það stóð. 

Það kom aldrei til greina af minni hálfu sem sjávarútvegsráðherra að gefa forræði fiskimiðanna við Ísland eftir til Brüssel. En það var ófrávíkjanlega krafa ESB frá fyrsta degi enda hluti af markmiðum þess að ná Íslandi þar inn.

Furðulegt er að enn skuli vera til þeir flokkar og stjórnmálamenn á Íslandi sem vilja taka upp að nýju vegferðina inn í Evrópusambandið. 

Sjálfstæðið er sívirk auðlind var er titill á bók Ragnars Arnalds fyrir fullveldi þjóðarinnar gegn aðild að ESB 

"Þú mátt aldrei selja það úr hendi þér" sagði þjóðskáldið Guðmundur Böðvarsson í kvæðinu Fylgd:

..."En þú átt að muna 

alla tilveruna,
að þetta land á þig".

"Ef að illar vættir
inn um myrkragættir
bjóða svikasættir
svo sem löngum ber
við í heimi hér,
þá er ei þörf að velja,
þú mátt aldrei selja
það úr hendi þér".

Megi íslenska þjóðin verja og njóta sjálfstæðis síns og fullveldis um ókomin ár. Gleðilegt nýtt ár


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband