Fimmtudagur, 15. desember 2016
Hæstiréttur á skilorði til áramóta
Hæstiréttur ætlar að birta opinberlega upplýsingar um hagsmunatengsl dómara frá og með 1. jan 2017.
Upplýsingarnar miðast við hagsmunatengslin á þeim degi. Hversvegna í ósköpunum er ekki hægt að birta þessar upplýsingar strax í dag ef þykir nauðsynlegt að bregðast við kröfu um gegnsæi.
Hvers vegna þarf að gefa frest í svona máli sem lýtur að hæfi og upplýsingagjöf um hæstraréttardómara?
Hæstaréttardómarar eru hluti af æðstu stjórn Lýðveldisins en eru hinsvegar ekki kosnir af þjóðinni eins og þingmenn og forseti.
Hversvegna þarf nokkurra vikna biðtíma á opinberun þessara sjálfsögðu upplýsinga?
Þarf að fá svigrúm til að koma eignum fyrir?
Eru einhverjir dómarar að hætta um áramót?
Það er lofsvert og sjálfsagt að gefa upp hugsanleg hagsmunatengsl hæstaréttardómara refjalaust, en að þurfa að draga það í nokkrar vikur vekur óneitanlega tortryggni sem óþarfi er að bjóða upp á. Hæstiréttur birtir hagsmunatengsl
Hér er birt kafli úr frétt mbl í gær um málið
"Hæstiréttur ætlar að gera upplýsingar um hagsmunatengsl hæstaréttardómara aðgengileg á heimasíðu dómstólsins frá ársbyrjun 2017. Þær upplýsingar sem verða birtar eru aukastörf dómara, fasteignir í eigu dómara sem ætlaðar eru til annars en eigin nota, eignarhlutar í hvers kyns félögum, allar skuldir dómara sem ekki tengjast öflun fasteigna til eigin nota og aðild að félögum sem ekki starfa með fjárhagslegu markmiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hæstarétti.
Upplýsingar þessar munu miðast við stöðu í ársbyrjun 2017 og verða þær framvegis uppfærðar jafnskjótt og tilefni er til. Telji aðilar að einstökum dómsmálum sig þurfa að fá tilgreindar upplýsingar um eitthvert áðurgreindra atriða á tilteknu fyrra tímamarki varðandi dómara í málum þeirra geta þeir beint fyrirspurn um það til Hæstaréttar, segir jafnframt í tilkynningunni".
Hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að gefa þessar upplýsingar strax í dag. Hæstiréttur birtir hagsmunatengsl
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.