Pólitíkin bítur í skottið á sér

Hversvegna var boðað til kosninga í haust rúmu hálfu ári áður en ganga átti til reglulegra alþingiskosninga samkvæmt stjórnarskrá? Hvað rak menn til þá. Hvergi sést á það minnst í núverandi stjórnarmyndunarviðræðum. 

Hverjir stóðu eins og illa gerðir hlutir í tröppum Alþingishússins í vor og lofuðu kosningum bara ef þeir fengju að vera í friði í þrjá mánuði í viðbót.

Og hverjir dauðsáu strax eftir því að hafa heimtað kosningar, krafa sem þeir vonuðu að ekkert mark væri tekið á?

Ef kosningar voru brýnar í vor átti að ganga til þeirra strax en ekki eftir nokkra mánuði.

Hver er mest vanhæfur

Þáverandi formaður Framsóknarflokksins, sem allt veður var gert út af hafði þegar sagt af sér sem forsætisráðherra.

Vantraust á ríkisstjórnina hafði verið fellt á Alþingi.

Til hvers átti þá að grípa til neyðarákvæða stjórnarskrárinnar og ganga til kosninga áður en kjörtímabilið væri útrunnið.

Í landinu sat lýðræðiskjörin meirihlutastjórn, hvorki eldgos né drepsóttir kölluðu á kosningar þótt margir hafi verið óánægðir með sitjandi ríkisstjórn og gjörðir hennar.

Var ekki heimtað kosningar út af spillingu, vanhæfni og hagsmunatengslum forystumanna í stjórnmálum: Að menn sætu beggja megin borðsins við að útkljá stór mál og ráðstafa eignum ríkisins og sjóðum almennings. Enginn hefur þó verið ákærður. 

Hver er mest hagsmunatengdur

Nú velta menn því fyrir sér hvort ýmsir aðrir í forystu ríkisapparatsins, t.d. dómstólanna, lífeyrissjóðanna og stjórnmálanna séu eitthvað meira eða minna hagsmunatengdir en Sigmundur Davíð var talinn vera og knúinn til að segja af sér.

Er forystulið annarra flokka hvítþvegið frá hagsmunatengslum? Hversvegna var gripið til neyðarúrræðis stjórnarskrárinnar og boðað til kosninga?

Þessu þurfa forystumenn á Alþingi nú að svara áður en lengra er haldið.

Hvers vegna var kosið í haust

 Mig minnir að fyrrverandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson  hafi endurskoðað afstöðu sína til þess að hætta og ákveðið að bjóða sig fram aftur vegna óvissu í stjórnmálum og óróa í samfélaginu.

 Núverandi forseti lýsti leiknum í beinni útsendingu á Rúv í vor og getur í sjálfu sér gert enn.

Gott ef Ólafur Ragnar sagði ekki síðan að mótmælin á Austurvelli hefðu hætt þegar hann tilkynnti að hann byði sig aftur fram. Engin mótmæli voru hinsvegar þegar hann aftur ákvað að hætta og dró framboð sitt til baka.

Nú hafa fjölmiðlar helst fóður í að Sigmundur Davíð bjóði framsóknarfólki í kaffi á Akureyri í tilefni af 100 ára afmæli Framsóknarflokksins.

Að kenna öðrum um

Forystumenn flokkanna sem heimtuðu eða lofuðu kosningum í haust verða nú að svara hver fyrir sig  hvers vegna.

Hvers vegna var kosningum flýtt um hálft ár þvert gegn  meginákvæði stjórnarskrárinnar um fjögra ára kjörtímabil?

 Það þýðir ekki stöðugt að benda á Sigmund Davíð sem orsök - hann sagði af sér sem forsætisráðherra.  

Gamalt máltæki segir :

"Þurrkaðu ekki á þér þegar annar stendur hjá þér".  

Var það kannski ástæða og tilefni kosninganna í haust?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband