Miðvikudagur, 16. nóvember 2016
JÁ eða Nei
Óafvitandi leiddi Bjarni Ben Viðreisn i gildru. "Að ganga inn i brennandi hús".
Viðreisn hélt til streitu kröfunni um inngöngu í Evrópusambandið.
Þau eiga varla sér "viðreisnar von" eftir að hafa brunnið inni í ESB húsinu sínu.
"Ung var ég gefin Viðreisn" sagði Björt framtíð og gekk með þeim á bálið.
Sjálfstæðisflokkurinn getur nú sýnt fram á "hreinsun sína" og að ESB sinnarnir og harðasta markaðshyggjufólkið sé ekki lengur þar innanborðs.
Umsókn að ESB þýðir beiðni um inngöngu.
Skilyrði ESB liggja öll fyrir. Þar er ekkert um að semja annað en tímasetningar á upptöku laga og reglna ESB.
Spurningin er Já eða Nei, vilt þú að Ísland gangi í ESB eða ekki.
Samfylkingin sem var með ESB-aðild sem sitt eina mál á stefnuskrá þurrkaðist nánast út af þingi.
Hinn pólitíski ómöguleiki er skýr.
Flokkar sem eru andvígir aðild að ESB geta ekki tekið þátt í að leiða ríkisstjórn sem setur aftur í gang umsóknarferil eða sækir um "að ganga inn í hið brennandi hús" Jóns Baldvins.
Svo einfalt er það nú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:30 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.