Rússabannið kostar þjóðarbúið milljarða

Stuðningur ríkisstjórnarinnar við refsiaðgerðir ESB gegn Rússum kostar útflutningsatvinnuvegina milljarða króna.

Tekjur sölufyrirtækis útgerðafélaganna Skinney -Þinganess á Höfn og Ísfélags Vestmannaeyja lækkuðu um 9,6 milljarða króna sl. ár miðað við árið á undan. Ástæðan er lélegra efnahagsástand í Rússlandi og viðskiptanbann þeirra á íslenskan útflutning. Þetta kemur fram í umfjöllun  Dv. í dag.

Tekjurnar hrundu um milljarða út af Rússum

Fréttir

Tekjurnar hrundu um milljarða út af Rússum

Ótalið er tjón annarra útflutningsfyrirtækja vegna þessara refsiaðgerða.

Ísland hefur aldrei fyrr tekið þátt í viðlíka aðgerðum gegn öðru ríki og við höfum átt áratuga gott viðskiptasamband við Rússland óháð pólitísku ástandi þar. Þessum viðskiptum er nú stefnt í voða til lengri tíma vegna undirlægjuháttar við ESB.

Sjálfssagt var uppáskrift  á refsiaðgerðir ESB gerð "að ráði embættismanna í utanríkisráðuneytinu" eins og núverandi utanríkisráðherra orðaði það í sjónvarpssviðtali nýverið.

En þá var hún spurð út í ESB umsóknina og  bréfaskriftir  fyrirrennara síns til Brüssel.

"Hvers vegna er utanríkisráðherra að reyna að blekkja kjósendur?

spyr Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri á heimasíðu sinni.

Og er það ekki ráðherra sem ræður?

Landsfundur  Framsóknarflokksins samþykkti að þátttaka í viðskiftabanni á aðrar þjóðir yrði ekki gerð nema að stuðningur Sameinuðu þjóðanna og alþingis lægi fyrir. 

Hvers vegna er þá ekki viðskiftabannið á Rússa afturkallað nú þegar?

Hvorki liggur þar fyrir samþykki S.Þ. né alþingis. Orðum fylgir ábyrgð. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband