Þjóðaratkvæðagreiðslu um íslenskan landbúnað

Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Góð grein hjá Ernu Bjarnadóttir um íslenskan landbúnað og innlenda matvælaframleiðslu.

Hvað vilt þú fyrir íslenskan landbúnað?

Hvort á að ráða gróðahagsmunir alþjóðlegra viðskiptakeðja og útsendara þeirra sem vaða í fjármagni eða hagsmunir íslenskra neytenda og framleiðenda um holla, innlenda matvælaframleiðslu?.
Það er með ólíkindum að forystufólk og einstakir talsmenn ýmissa stjórnmálaflokka og samtaka atvinnulífs hafi gengið þessum öflum og málpípum þeirra á hönd með árásum á bændur og innlenda matvælaframleiðslu. Jafnvel er þetta gert undir fölsku flaggi einstaklingsfrelsis. Er það frelsi að gefa alþjóðlegum viðskiptakeðjum niðurgreitt skotleyfi á innlenda matvælaframleiðslu?

Sífelldar árásir á atvinnugreinina og þá sem með og í henni starfa er með ólíkindum

Slík framganga þekkist varla í neinu landi nema hér.

Nýgerður tolllasamningur við ESB ef hann nær fram að ganga um stórfelldan innflutning á niðurgreiddum landbúnaðarvörum vegur að innlendri matvælaframleiðslu og fæðuöryggi til lengri tíma litið
Er það vilji þjóðarinnar að svo fari ?. Ég efast um það. Kannski á að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um tollasamninginn og framtíð innlends matvælaiðnaðar áður en hann kemur til framkvæmda.
..

Hvað vilt þú fyrir íslenskan landbúnað?
BBL.IS
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband