Laugardagur, 15. október 2016
Horft af brúnni
Leikritið Horft frá brúnni eftir Arthur Miller er mögnuð sýning Þjóðleikshússins. Við fórum á sýninguna í gær.
Hilmir Snær leikari á frábæran leik og sýnir á sínar sterkustu hliðar. Allir leikarar skila vel hlutverki sínu.
Athygli vekur hve leikarar eru skýrmæltir með góðan og hljómmikinn framburð sem minnir á okkar þá bestu leikara fyrir áratugum síðan.
En óskýr framburður og smámælgi hefur mér fundist vandamál hjá mörgum góðum leikurum síðari ára.
Athyglisvert er því að leikstjórinn Stefán Metz sem varla skilur orð í íslensku nær svona góðum árangri í tali og tjáningu. Frábært kvöld.
Eitt magnaðasta leikverk 20. aldarinnar, um forboðnar ástir, svik og frelsisþrána
Horft frá brúnni er eitt magnaðasta leikrit 20. aldarinnar. Áhrifamikil saga um örlög alþýðufólks í hafnarhverfi í New York, verk um forboðnar ástir, svik og leitina að frelsi í landi tækifæranna.
Hafnarverkamaðurinn Eddie Carbone og Beatrice eiginkona hans hafa gengið Katrínu, systurdóttur Beatrice, í foreldrastað. Fjölskyldan skýtur skjólshúsi yfir tvo unga menn frá Sikiley, ólöglega innflytjendur, og Katrín verður fljótt ástfangin af yngri manninum. Eddie hefur ávallt lagt sig fram um að vernda fósturdóttur sína og tekur þá afdrifaríku ákvörðun að skilja elskendurna ungu að.
Leikstjóri sýningarinnar, Stefan Metz, hefur starfað í virtum leikhúsum víða um Evrópu en nýverið setti hann upp rómaða sýningu á Eldrauninni eftir Arthur Miller hér í Þjóðleikhúsinu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.