Fimmtudagur, 13. október 2016
Strandveiðar - ein besta byggðaaðgerð síðari ára
Strandveiðar voru eitt aðalumræðuefnið á aðalfundi Landssambands smábátaeigenda í dag
Eitt fyrsta verk mitt sem sjávarútvegsráðherra var að leggja fram og fá samþykkt á alþingi frumvarp um strandveiðar vorið 2009
Nokkuð hafði dregist að ljúka afgreiðslu þess í þinginu vegna andstöðu þingmanna Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem lögðust ýmsir mjög hart gegn frumvarpinu..
Frumvarpið sem lagt fram 25. maí var loks samþykkt á alþingi 19. júní 2009.
Þingmenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hart á móti
Það var svoldið sérstakt að heyra fulltrúa Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sjávarútvegsráðherra Gunnar Braga Sveinsson og formann atvinnuveganefndar Jón Gunnarsson taka þátt í umræðum um strandveiðar, veiðar sem þeir höfðu lagst hart gegn og ekki getað stutt á sínum tíma
Ég hafði þá áður gert ráð fyrir að hægt væri að hefja strandveiðar í síðasta lagi 1. júlí 2009 en andstæðingar frumvarpsins reyndu allt til að tefja málið og koma í veg fyrir að strandveiðar gætu hafist það árið.
Reglugerð hafði verið undirbúin en ekki var hægt að gefa hana út fyrr en lögin hefðu verið samþykkt.
Síðan þurfti að auglýsa strandveiðileyfin. Allt þurfti þetta sinn tíma., en unnið mjög hratt.
Ein áhrifaríkasta byggða aðgerð síðari ára
Forsetinn var erlendis þegar lögin voru samþykkt og þurfti því að leita uppi handhafa forsetavalds til að árita. Strandveiðarnar hófust svo í júlibyrjun 2009
Fyrst var þetta samþykkt sem bráðbirgðaákvæðið við fiskveiðistjórnarlögin en síðan voru samþykkt sérstök lög um strandveiðar sem hluti laga um stjórn fiskveiða.
Á vef Landsambands smábátaeigenda má sjá:
Aðalfundur Stranda var haldinn á Hólmavík 24. september sl. Að venju var fundurinn vel sóttur og umræður hinar fjörugustu.
Strandveiðikerfið var Strandamönnum hugleikið, einkum mikilvægi þess fyrir hinar dreifðu byggðir. Rætt var um að líklega væri byggð í Árneshreppi að engu orðin ef strandveiðar nyti ekki við. Á Norðurfirði lönduðu alls 29 bátar 541 tonni sem setti höfnina í þriðja sæti yfir þær aflahæstu við strandveiðar á sl. sumri.
Á félagssvæði Stranda lönduðu 55 strandveiðibátar alls 840 tonnum sem svarar til 9,2% af heildarafla til strandveiða.
Slíkar fréttir má sjá hvaðanæva af landinu
Ferill þingmálsins
Þingskjal 150, 137. löggjafarþing 34. mál: stjórn fiskveiða (strandveiðar). Lög nr. 66 19. júní 2009.
Lög um breytingu á lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, með síðari breytingum.
Ákvæði til bráðabirgða.
Auk þeirra aflaheimilda sem úthlutað er á fiskveiðiárinu 2008/2009 á grundvelli laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, er í júní, júlí og ágúst 2009 heimilt að veiða á handfæri allt að 3.955 lestir samtals af óslægðum þorski, sem ekki reiknast til aflamarks eða krókaafla marks þeirra fiskiskipa sem stunda handfæraveiðar samkvæmt þessu ákvæði. Landinu verði skipt í eftirfarandi fjögur landsvæði: A. Eyja- og Miklaholtshreppur Skagabyggð, B. Sveitarfélagið Skagafjörður Grýtubakkahreppur, C. Þingeyjarsveit Djúpavogshreppur, D. Sveitarfélagið Hornafjörður Borgarbyggð. Ráðherra er heimilt að setja reglugerð um frekari skiptingu landsvæða og löndunarstaði. Í hlut landsvæðis A komi alls 1.316 tonn, í hlut landsvæðis B komi alls 936 tonn, í hlut landsvæðis C komi alls 1.013 tonn og í hlut landsvæðis D komi alls 690 tonn. Ráðherra skal í reglugerð kveða á um hvernig aflaheimildir skiptast á einstaka mánuði og skal ráðherra með reglugerð stöðva veiðar á hverju svæði þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla hvers mánaðar verði náð".
Framundan er að stórauka hlut og þátt strandveiðanna
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.10.2016 kl. 09:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.