Kosningabrandari Framsóknar

Landsfundur ályktaði skýrt gegn viðskiptaþvingunum.

"Ísland taki ekki þátt í viðskiptaþvingunum, nema þeim sem ákveðnar eru á vettvangi öryggisráðs sameinuðu þjóðanna og samþykktar hafa verið af alþingi í hvert sinn".

Nú var það Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Framsóknarflokksins  sem skrifaði upp á refsiaðgerðir ESB og kallaði yfir sig viðskiftabann frá Rússum í staðinn sem hefur kostað íslenska útflytjendur bæði í sjávarútvegi og landbúnaði milljarða króna.

Síðar var upplýst að þetta hafi verið gert án samþykkis í ríkisstjórn. (Eigum að reka okkar eigin utanríkisstefnu segir Bjarni Ben.)

Nú hefur Framsókn allt á hendi: forsætisráðherrann, utanríkisráðherrann og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherrann. Ekkert ætti því að standa í veginum fyrir því að fylgt væri eftir samþykkt landsfundar flokksins og viðskiftabannið á Rússa afturkallað þegar í stað.

 Hvorki Sameinuðuþjóðirnar, né Öryggisráðið, né Alþingi hafa samþykkt refsiaðgerðir ESB gegn Rússum.  (Mbl. Þving­an­ir þurfi samþykki ör­ygg­is­ráðsins)

 Það er lofsvert hjá Framsókn að gera slíka samþykkt en þá hlýtur að eiga að fara eftir henni. Annars er þetta eins og hver annar brandari svona fyrir kosningar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband