Danir segja NEI við ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu

 Stórsigur danskra ESB andstæðinga. Rúm 54 % Dana segja Nei við ESB um framsal á eigin forræði í dómsmálum, löggæslu og ýmsum félgslegum og borgaralegum réttindum  Dana. 

Þegar Danir gengu í ESB 1992 höfðu þeir hafnað tilteknum þáttum Maastrichtsáttmálans og fengu því  undanþágur frá sáttmálanum  til að halda sjálfforræði í dómsmálum, löggæslu og ýmsum  mikilvægum félags og forræðismálum sem lýtur að stöðu  danskra ríkisborgara. Auk þess fengu þeir að halda eigin mynt og vera utan Euro samstarfsins. Klassekampen.no 03.12.15 

Þessir möguleikar nýrra umsóknarríkja til undanþágu  frá grunnreglum ESB voru síðan afnumdir með Lissabonsamkomulaginu.

Stjórnendur ESB hafa  þrýst  mjög á Dani að afnema þessi sérrréttindi og sérstöðu innan Evrópusambandsins.

Núverandi ríkisstjórn Dana er mjög hlynnt auknum samruna við ríkjasamband ESB m.a. um einn sameiginlegan ríkisborgararétt.

Kosningaúrslitin geta leitt til þess að að forsætisráðherranna Lars Lökke Rasmussen verði að segja af sér en hann beitti sér mjög fyrir afnámi þessara réttinda Dana.

 Í fyrstu var mikill meirihluti Dana fylgjandi afnámi þessara sér réttinda Dana,  en þegar áleið kosningabaráttuna hækkaði hlutur þeirra sem vildi halda í sérstakt danskt ríkisfang og forræði í löggæslu og dómsmálum og öðrum borgarlegum innanríkismálum og réttinn til að kalla sig  danskan ríkisborgara.  

Fari svo sem allt bendir til í þjóðaratkvæðagreiðslu Dana að góður meirihluti hafni frekari samruna við ESB þá er það einn naglinn enn í líkkistu Evrópusambandsins og getur haft víðtæk áhrif á umræðuna t.d. í Bretlandi þar sem ESB andstæðingum vex fiskur um hrygg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn úr Breta úr Sambandinu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband