Laugardagur, 26. september 2015
Mun Corbyn biðjast afsökunar á hryðjuverkalögum Browns
Jeremy Corbyn nýkjörinn formaður Verkamannaflokksins mun biðjast afsökunar á hlut Blairs í innrásinni í Írak. Mun hann einnig biðjast afsökunar á hryðjuverkalögum Browns á Íslendinga?
Innrás Bandaríkjamanna, Breta og annarra er þar stóðu að, var einn mesti glæpur gegn mannkyninu síðan seinni heimstyrjöldinni lauk.
Inrásin og hernaður í Írak hleypti af stað þeirri ógnaratburðarrás sem enn stendur í þessum heimshluta og sér ekki fyrir endann á. Það er rétt hjá Corbyn að hreinsa sig og flokkinn af þessum glæp og fórna "Blairismanum":
Ætlar að biðjast afsökunar á innrásinni í Írak
Mynd/Getty images
Íslendingar hljóta að vænta þess að Corbyn biðjist afsökunar á Hryðjuverkalögunum sem Gordon Brown setti á Íslendinga. Hryðjuverkalögin voru bein stríðsyfirlýsing gegn vopnlausri smáþjóð og einstæð í samskiptum ríkja.
(Í frétt á eyjunni.is segir svo Ætlar að biðjast afsökunar á innrásinni í Írak
("Corbyn hefur strax hafist handa við að hreinsa flokkinn af arfleið þeirra Tony Blair og Gordon Brown og er afsökunarbeiðnin liður í því.
Blair var forsætisráðherra þegar Bretar tóku ásamt Bandaríkjunum þátt í innrásinni í Írak árið 2003 til að steypa Saddam Hussein af stóli. Árásin var fyrirbyggjandi þar sem þáverandi stjórnvöld í Írak voru sögð búa yfir gereyðingarvopnum.
Engin gereyðingarvopn fundust í landinu eftir að bandamönnum tókst ætlunarverk sitt og síðar kom í ljós að innrásin var byggð á mjög vafasömum forsendum.
Á vef Independent segir að í ræðu sem Corbyn flytur í dag muni hann biðjast afsökunar á innrásinni fyrir hönd Verkamannaflokksins. Flokkurinn hafi lært af þessum mistökum og að þetta muni aldrei koma fyrir aftur.
Þá boðar hann stefnubreytingu í utanríkisstefnu Bretlands þar sem fallið verður frá valdbeitingu og þess í stað lögð áhersla á aukna samvinnu og friðsamlega lausn deilumála með diplómatískum leiðum".( eyjan.is Ætlar að biðjast afsökunar á innrásinni í Írak)
Það væri ráð hjá formönnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að taka Corbyn sér til fyrirmyndar og biðjast afsökunar á stuðningnum við innrásina í Írak og taka upp aðra stefnu í utanríkismálum, frekar en fylgja Nató og ESB eftir í blindni
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 27.9.2015 kl. 14:38 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.