Laugardagur, 12. september 2015
Stórpólitísk tíðindi frá Bretlandi
Greiddi atkvæði gegn inngöngu Bretlands í ESB.
Jeremy Corbyn, róttækur vinstrimaður var í dag kjörinn leiðtogi breska Verkamannaflokksins.
Corbyn greiddi atkvæði gegn inngöngu Bretlands í ESB á sínum tíma. En eitt stærsta mál framundan hjá Bretum er þjóðaratkvæðagreiðsla um úrsögn úr Evrópusambandinu.
Corbyn kjörinn leiðtogi Verkamannaflokksins
David Camerun forsætisráðherra hefur leikið með kápuna lausa á báðum öxlum þóst bæði vilja vera inni og úti og "kíkja í alla pakka" og biðja um fínni umbúðir eins og við þekkjum úr umræðunni hér heima.
Slíkt mun honum ekki gagnast þegar á hólminn er komið í Bretlandi frekar en okkur hér á Íslandi
Í Bretlandi gætu sameinast þau pólitísku öfl sem eru annarsvegar vinstramegin og hinsvegar hægramegin í pólitík og hafnað aðild að skrifstofubákni og yfirþjóðlegum hroka og valdbeitingu Brüsselvaldsins.
Ég hef reyndar aldrei skilið afhverju ýmsir þeir sem kalla sig vinstrimenn á Íslandi sóttu um inngöngu í ESB og halda sig þar enn.
Það verða spennandi tímar framundan í breskri pólitík.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.