Þriðjudagur, 1. september 2015
OECD- launahækkanir - stöðugleiki og ESB
Framkvæmdastjóri OECD Angel Gurría sendir almennu launafólki og starfsfólki á sjúkrahúsum á Íslandi tóninn vegna nýrra launahækkanna. Hann minnist ekki á að launahækkanir bankastjóra eða framkvæmdastjóra og annarra háttsettra hjá samtökum atvinnulífsins eða stjórnarmönnum fjármálafyrirtækja ógnuðu stöðugleika í íslensku efnahagslífi . Mikil heimavinna bíður
Nei það voru launahækkanir almennra launþega sem hann hafði áhyggjur af að gæti ógnað stöðugleikanum.
Þessar kjaraviðræður eru nú hatrammar og þrasgjarnar og gefa tilefni til mikilla launahækkana sem fara langt fram úr framleiðni í þessum greinum og draga úr samkeppnishæfni landsins.
Voru ekki tveir aðilar að semja og krefjast nokkurra ára leiðréttingar og sanngirni.
Og við stöndum blessunarlega utan ESB
Ástæða er til að fagna góðri stöðu í íslensku atvinnulífi og þjóðarbúskap. Framkvæmdastjórinn hefði átt að gleðjast með okkur að við stöndum utan Evrópusambandsins og gátum haldið á okkar eigin málum sjálf. Það var ekki sjálfgefið, en sem betur fór tókst að koma í veg fyrir að umsóknin um inngöngu í Evrópusambandið næði fram að ganga.
Hverjir ógna stöðugleikanum?
Skyldi framkvæmdastjórinn hafa spurt um launahækkanir bankastjóra, forstjóra,"bónusa" og arðgreiðslur margra fyrirtækja síðustu misserin? Líklega ekki.
Formaður Framsýnar líkir seðlabankastjóra við bjarndýr í ...
Vilhjálmur sakar seðlabankastjóra um hræsni « Eyjan
Stöndum með okkur sjálf
Ég hef aldrei kunnað við þegar aðilar sem starfa hjá hinum eða þessum erlendum samtökum og stofnunum geta talið sig þess umkomna að tjá sig og vanda um, þegar þeim finnst hinn almenni launamaður fá of mikið í sinn hlut af þjóðarkökunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.