Þriðjudagur, 11. ágúst 2015
Gefa á veiðar smábáta á makríl frjálsar og stórauka heildarkvóta
Hafrannsóknastofnun mælir nú enn stóraukningu á makríl í íslenskri fiskveiðilögsögu. Magnið er enn suður, vestur og austur af landinu en mun færast á grunnslóðina.:(Makrílveisla á Íslandsmiðum")
Þess vegna er sjálfsagt að auka strax það heildarmagn sem íslendingar taka úr heildarstofninum. Í minni tíð sem ráðherra var talið eðlilegt að hlutur Íslendinga væri 16,5% af heildarveiði landanna makríl. Nú hefur magn makríls í íslenskri lögsögu enn aukist og þá tilefni til að auka strax veiðiheimildir.
Það var mjög misráðið hjá sjávarútvegsráðherra að takmarka svo mjög magn makríls hjá smábátum á færi og línu og setja það í kvóta á bát.
Þá var það rangt hjá ráðherra að beita sér fyrir sérstöku auka veiðigjaldi á makríl, 10 kr á kíló. Þssar ráðstafanir ráðherra ásamt lækkunum og ósvissu á mörkuðum hafa leitt til þess að örfáir makrílfærabátar hafa hafið makrílveiðar.
Undanfarin ár hafa makrílveiðar minni báta skapað mikla atvinnu og líf í sjávarbyggðum landsins.
Frekar á að hvetja til makrílveiða minni báta á grunnslóð en drepa þær eins og aðgerðir ráðherra gætu miðað að.
Hér með er skorað á ráðherra að auka strax heildamagn Íslands í veiðum á makríl við Íslandsstrendur og gefa þær frjálsar fyrir færa og línuveiðar á grunnslóð.
Makrílveisla á Íslandsmiðum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.