Hafa ESB- flokkarnir séð nóg til að iðrast ?

Væri ekki rétt að spyrja Jóhönnu og Steingrím, oddvita siðustu ríkisstjórnar um ESB umsóknina sína?

 Jóhanna kallaði eftir sérstakri flýtimeðferð inn í ESB svo hægt væri að taka upp Evru. Þá myndi allur vandi Íslands leysast.

Vandi Grikklands sem og lög og reglur Evrópusambandsins  var ljós þegar ESB umsóknin var lamin í gegnum þingið 2009.

Með ESB umsókninni - þvert á stefnu og gefin loforð - var stjórnarstarfið og samfélagið sett í uppnám þegar í raun þurfti á allri samheldni að halda.

Til allrar hamingju tókst að stöðva ESB- umsóknina áður en meira tjón hlaust af, en tapaður tími,orka og fjármunir sem hefðu betur verið nýttir til annars.

Nú keppist hver álitsgjafinn og ESB sinninn á fætur öðrum við að sverja af sér fortíðina og boðsferðirnar til Brüssel en hneykslast hástöfum á hörku og ófyrirleitinni forystu ESB.

Við fögnum hverjum þeim sem sjá ljósið og viðurkenna mistök sín. 

En hvenær ætli að forystumenn Samfylkingar, Vinstri grænna og Bjartar framtíðar hafi séð nóg af "ESB-pakkanum" til að geta beðið kjósendur sína og þjóðina alla afsökunar og staðið saman að afturköllun ESB- umsóknarinnar?

Það er bragur að viðurkenna mistök sín og iðrast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband