Föstudagur, 10. júlí 2015
Sigmundur Davíð- Tusk og Evrópustofa
Forsætisráðherra mun í Brüssel væntanlega tilkynna Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópuþingsins um lokun Evrópustofu, áróðurs og kynningmistöðvar ESB hér á landi. Stækkunardeild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins setti Evrópustofu á stofn hér á landi í kjölfar ESB umsóknarinnar. Starfsleyfi hennar hér var hluti af þeim skuldbindingum sem Ísland gekkst undir sem umsóknarríki að Evrópusambandinu.
Þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórnarflokkar hafi lofað fyrir kosningar að eitt fyrst verk þeirra yrði að loka Evrópustofu og starfsemi á hennar vegum hér á landi er hún enn á fullu, nærri tveimur og hálfu ári eftir að ríkisstjórninn tók við.
Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins ályktaði skýrt um um lokun Evrópustofu: " og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér".
Ég efast ekki um vilja Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætissráðherra til þess að afturkalla umsóknina með afdráttarlausum hætti, ekki aðeins meðan núverandi ríkisstjórn situr heldur einnig fyrir hönd íslenskra stjórnvalda til lengri tíma.Sigmundur fundaði með Donald
Þannig að ESB sé gert það fullljóst að sú umsókn sem send var af stað sumararið 2009 sé steindauð og verði ekki sem slík endurvakin, hver svo sem ríkisstjórn verður hér á landi á næstu árum. Það má ekki skiljast svo við þetta mál að næsta ESB sinnuð ríkisstjórn geti haldið umsóknarferlinu áfram eins og ekkert hafi í skorist.
Mikilvægt er að það sé staðfestur skilningur beggja aðila.
Hve oft kom ekki fyrrverandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson skælbrosandi heim af fundum æðstu manna ESB, sem höfðu klappað honum á öxlina og sagst skilja vandamál hans en undirstrikað "það erum við sem ráðum ferð".
Forystumenn Evrópusambandsins sögðust líka "virða ákvörðun Grikkja í þjóðaratkvæðagreiðslu" en það erum við sem ráðum.
Ljóst er af fréttaflutningi að Sigmundar Davíð í ferð sinni til Brüssel hefur verið skeleggur fyrir hönd Íslands.
Hinsvegur vekur það ugg og nokkra furðu að hvergi er vitnað beint í orð Junkers eða Tusk hver skilningur þeirra er á málinu.
Vantar skriflega yfirlýsingu beggja aðila frá fundinum
Eðlilegt væri að fá sameiginlega skriflega yfirlýsingu eftir fundinn og staðfesta þannig skilning beggja aðila að umsóknin hafi verið varanlega afturkölluð.
Þar með sé undirritun Össurar utanríkisráðherra og Jóhönnu forsætisráðherra á umsóknina 2009 lýst dauð og ómerk og ekki lengur í gildi.
.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.