Fimmtudagur, 9. júlí 2015
Sigmundur Davíð í Brüssel
Sigmundur Davíð á að krefjast þess að fá í hendur umsóknarblaðið um inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Síðan á Sigmundur að rífa umsóknarblaðið í sundur í augsýn þeirra og biðjast afsökunar á því að hún skuli nokkurn tíma hafa verið send.
Umsóknin var hvort eð er send á fölskum forsendum á sínum tíma. Fyrirvarar alþingis fylgdu ekki með umsókninni né heldur var uppfyllt eitt af meginskilyrðum umsóknar sem kveður á um að fyrir liggi skýr vilji þjóðarinnar til að ganga í Evrópusambandið þegar sótt er um.
Misvitrir pólitíkusar
Nú segja menn að Grikkland hafa komist í ESB og fengið að taka upp evru á fölskum og ósönnum forsendum. Þar sé upphaf vandans. Misvitrir pólitíkusar hafi þar vélað um, segir Össur Skarphéðinsson fyrrvverandi utanríkisráðherra. Þar er ég honum sammála.Pólitíkusar sekir en ekki almenningur
Sama leikinn átti að leika hér með ESB umsókninni. Hver man ekki eftir yfirlýsingum Jóhönnu Sigurðardóttur um að allur vandi Íslands leystist ef það fengi flýtimeðferð til að taka upp Evru. "Misvitrir pólitíkusar" þar og rétt hjá Össuri.
Nú skammast allir sín sem hlut áttu að máli að sækja um aðild að ESB og eru á harða hlaupum í flótta.
Það væri sjálfsögð kurteisi og vinarbragð hjá forystumönnum ESB að skila Sigmundi Davíð beiðni Össurar um inngöngu Íslands í Evrópusambandið og byggja upp samskipti Íslands og ESB á hreinu borði. ( Fundar með leiðtogum ESB)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.