Þriðjudagur, 2. júní 2015
Danir vilja endurskoða ESB aðild
46% Dana vilja semja upp á nýtt um aðild að ESB á meðan 33% vilja óbreytta aðild og 21% taka ekki afstöðu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Nordstat gerði fyrir danska alþingisvefinn, Altinget.dk. (46 procent vil genforhandle dansk EU-medlemskab)
Þeir flokkar sem eru gangrýnir á aðild að ESB eða eru henni beinlínis andvígir sækja mjög á í nýbirtum skoðanakönnunum.
Þannig er t.d. Enhedslisten, sem er lengst til vinstri í dönskum stjórnmálum mjög gagnrýninn og reyndar andvígur veru Dana í ESB. Hann mælist nú með um 10% atkvæða og 17 þingmenn og bætir við sig 5 þingsætum.
Leiðtogi Enhedslisten Johanne Schmidt-Nielsen er langvinsælust af formönnum dönsku flokkanna, vel fyrir framan forsætisráðherrann Helle Thorning Schmidt. (Røde partiledere er langt mere populære end blå)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.