Samfylkingarflokkarnir vilja í ESB

Forystumenn Samfylkingarflokkanna á Alþingi gefa lítið fyrir bréfaskrif utanríkisráðherra við ESB.
Víst er um að Ísland hefur enn stöðu umsóknarríkis í Brüssel.

Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segir á Eyjunni í gær:

"Það er komið upp það ástand að Gunnar Bragi heldur að hann hafi slitið þessu og við hin nennum eiginlega ekki lengur að segja honum frá því að svo er ekki. Þannig verður það bara. Við tökum væntanlega bara upp þráðinn
í viðræðum við Evrópusambandið þegar ný ríkisstjórn tekur við".

Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir um Evrópusambandsumsóknina:

 "Hún hefur ekki verið dregin tilbaka, það hefur verið skýrt sagt af hálfu ráðherraráðs Evrópusambandsins og framkvæmdastjórnarinnar. Bréf Gunnars Braga hljóðaði heldur ekki um það að hún væri dregin tilbaka þrátt fyrir að hann sagði hér til heimabrúks að það hefði verið gert. Ísland hefur því ennþá þann rétt sem fylgir stöðu umsóknarríkis".

 Hvað segir utanríkisráðherra?

Hvað segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, voru þetta bara kokkteilboð og vingjarnlegt klapp á öxlina þegar hann afhenti bréfið góða í Brüssel? Nú verður ráðherrann að láta kné fylgja kviði og afturkalla umsóknina með sannanlegum hætti eins og lofað var.

 Árni Páll: Held að engum detti lengur í hug að ég verði sí

 Guðmundur: Leiðinlegt þegar fólk heldur að við séum hlu

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband