Páll Skúlason kvaddur

Páll Skúlason heimspekingur og fyrrum háskólarektor var kvaddur í Hallgrímskirkju í dag, 4. maí ađ viđstöddu miklu fjölmenni.

Hvar sem Páll gekk fylgdi háskólinn međ honum. Hvar sem viđ hittum Pál á förnum vegi, hvort sem ţađ var á fundum í kennslustund eđa yfir kaffibolla var samtaliđ einn háskóli. Gilti ţar einu hvort viđmćlendur vćru börn, unglingar eđa aldiđ fólk – Páll mćtti öllum á jafnréttisgrundvelli.

Fyrir mér er  Páll brautryđjandi fyrir ţá hugmyndafrćđi og heimspeki,  sem samtvinnar náttúru, siđfrćđi og tilvist mannsins.

Páll var afar hlýr mađur og međ handtakinu einu saman var ljóst ađ hér fór mikill mannvinur.

Páll var mađur rökrćđunnar, samtalsins: ađ gefa ráđ og draga fram niđurstöđu sem sátt var um og allir  reiđubúnir ađ fylgja eftir af sannfćringu og áhuga.

Ein setning er mér sérstaklega minnistćđ eftir útförina í dag. Vitnađ var í Pál er hann var í heimsókn hjá rektor í stórum virtum háskóla í Bandaríkjunum. Ţeir stóđu saman á hćđ og horfđu yfir háskólasvćđiđ og Páll spurđi kollega sinn hvađ vćri nćst á dagskrá í ţróun skólans sem hann teldi brýnast. Og kollegi hans svarađi: „Ţađ er ađ  fá fleiri bílastćđi.“ 

Ţar var nokkur munur á hugsjónum rektoranna ţótt Páll vćri líka mađur framkvćmda.

Ég kynntist Páli Skúlasyni í gegnum Skúla bróđur hans, sem starfađi međ mér sem deildarstjóri Hólaskóla á Hólum í Hjaltadal og varđ síđan eftirmađur minn sem rektor á stađnum.

Nám og starf og verkefni Hólaskóla voru í stöđugri ţróun og Páll kom bćđi beint og óbeint inn í ţann hóp sem vann ađ framgangi Hólaskóla.

Ţađ var mikill styrkur ađ fá Pál til ráđgjafar og hvatningar. Einn fyrsti samstarfssamningur sem Hólaskóli gerđi um  viđurkenningu á námi sínu viđ Háskóla Íslands varđ einmitt til fyrir stuđning Páls.

Páll Skúlason var einlćgur vinur Hóla í Hjaltadal og naut Hólaskóli ţess.

Ţađ má vel vera ađ einhverjum hafi stundum ţótt skorta bílastćđi á Hólum, en eitt er víst ađ ţar skorti ekki frjóar hugsjónir, hvatningu og leiđsögn ţegar Pál Skúlason bar ađ garđi heima á helgum Hólastađ.

Blessuđ sé minning og ćvistarf Páls Skúlasonar heimspekings, rithöfundar og háskólarektors.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband