ESB umsóknina á að afturkalla refjalaust.

Meðan Ísland er umsóknarríki að ESB er það opinber stefna íslenskra stjórnvalda að ganga í Evrópusambandið þó svo þessi ríkisstjórn hafi það ekki á stefnuskra sinni.

Ríkisstjórnarflokkarnir báðir lofuðu því fyrir kosningar að hætta við umsóknina og hún yrði afturkölluð.

Afdráttarlaus vilji þjóðarinnar stendur til þess að Ísland sé áfram frjálst og fullvalda ríki meðal þjóða heimsins.

Þetta má lesa úr nýlegri skoðanakönnun sem Gallupp vann fyrir Heimssýn þar sem spurt var um afstöðu til inngöngu í Evrópusambandið. 60% landsmanna á móti inngöngu í ESB

Meirihluti íbúa á öllum landssvæðum lýstu þessum vilja sínum í könnuninni.

Kjósendur Framsóknarflokksins þurftu ekki að velta svörum við spurningunni lengi fyrir sér.

Ef aðeins er litið til þeirra sem afstöðu tóku eru liðlega 91% framsóknarmanna andvígir inngöngu í ESB.

ESB andstaðan bjargaði Framsókn

Eitt af stærstu kosningaloforðum Framsóknarflokksins var afturköllun umsóknarinnar að ESB.

 Framsókn barðist gegn umsókn og aðild að Evrópusambandinu allt síðasta kjörtímabil. Fyrir síðustu alþingiskosningar lofuðu frambjóðendur flokksins því, að umsóknin yrði refjalaust dregin til baka kæmust þeir til valda.

Okkur sem stóðum í eldlínunni í stjórnmálum síðasta kjörtímabili er ljóst að barátta Framsóknarflokksins gegn umsókn og aðild að Evrópusambandinu lagði grunninn að kosningasigrinum vorið 2013

Með einarðri andstöðu sinni við umsókn að ESB náði Framsókn til baka meginhluta þess fylgis sem hún hafði áður tapað til Vinstri Grænna á meðan forysta  Vg var trú stefnunni og andstöðunni við inngöngu í ESB. 

Framsókn hafði áður stutt inngöngu í Evrópusambandið undir forystu Halldórs Ásgrímssonar og var við það að deyja út á þeim tíma.

Tala ber skýrt við Evrópusambandið.  

ESB umsóknin má ekki verða skilin eftir þannig að óprúttin ESB sinnuð ríkisstjórn geti hvenær sem er sett aðildarferlið á fullt á ný og það án þess að þjóðin hafi þá verið spurð hvort hún vilji ganga í sambandið.

Þess vegna verður að afturkalla núverandi umsókn. Þar með verði tryggt  að nýr  aðildarferill verði ekki hafinn nema að fengnum skýrum vilja þjóðarinnar til inngöngu í ESB, sem vonandi verður aldrei.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband