Hátíđarkveđjur á páskum

Upprisuhátíđin er einn mesti helgidómur kristinna manna og gefur okkur fullvissu um eilíft líf.

Ég minnist ţess sem barn ađ ţá vorum viđ öll vakin og drifin fram til ađ hlusta á páskamessuna klukkan 8 í útvarpinu. Á eftir fengum viđ heitt súkkulađi og gott međ.

GarđakirkjaNú á föstdaginn langa áttum viđ góđa stund í Garđakirkju á Álftanesi ţar sem séra Jóna Hrönn Bolladóttir stýrđi fallegri athöfn međ lestri og söng úr passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Ţórunn Erla Clausen las sálma og Gerđur Bolladóttir söng.

Garđakirkja hefur orđiđ einskonar fjölskyldukirkja okkar hér fyrir sunnan. Hún er bćđi falleg og hlýleg međ sterkt sveitakirkjuyfirbragđ. Ţar í kirkjugarđinum hvílir dóttir okkar, Katrín Kolka sem átti sína sáru píslargöngu.

Viđ förum međ páskaliljur á leiđiđ hennar í dag og vćntanlega líka krókusa sem henni fannst svo fallegir og  hlakkađi mikiđ til ađ sjá blómstra.

Ég óska ćttingjum og vinum svo og landsmönnun öllum gleđilegra páska.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband