Sigurđur Blöndal skógrćktarstjóri- Minning

(Mynd frá skogur.is)

 

 

 

 

 

 

 

Ţau dafna blessuđ trén, sem daga’ og nćtur

Um djúpar rćtur, um djúpar rćtur –

Ţau dafna blessuđ trén, sem daga’ og nćtur

:|: um djúpar rćtur teyga jarđar mjöđ :|:

og kenna sér aldrei meins en eru kennd og glöđ.

Ég held ađ mörgum verđi sem mér ofarlega í huga „ţjóđsöngur“ skógarfólks ţegar viđ minnumst skógarhöfđingjans og mannvinarins Sigurđar Blöndal. Hve oft höfum viđ ekki glađst á góđri stundu í hópi skógrćktarfólks ţar sem gleđimađurinn Sigurđur Blöndal leiđir fjöldasöng - Skógarmanna skál - viđ texta Ţorsteins Valdimarssonar?

Baráttumađur

Sigurđur Blöndal nam skógrćkt í Noregi og lauk háskólaprófi frá Landbúnađađarháskólanum ađ Ási. Sigurđur bast sterkum  böndum viđ norskt skógrćktarfólk og norskt samfélag. Gagnkvćmar heimsóknir skógrćktarfólks milli landanna nutu sérstaks stuđnings og hvatningar Sigurđar. Ég minnist ţess frá skólaárum mínum í Noregi ađ Sigurđur Blöndal naut ţar mikillar virđingar. En ţađ var ekki ađeins hiđ öfluga skógrćktarstarf Norđmanna sem heillađi Sigurđ, heldur og ekki síđur hin sjálfstćđa norska ţjóđ. Mađal annars tók hann virkan ţátt í baráttunni gegn inngöngu Noregs í Efnahagsbandalagiđ á árunum 1970 - 72, sem lauk međ ţjóđaratkvćđagreiđslu 25. sept. 1972, ţar sem Norđmenn höfnuđu ađild.

Handtekinn af norskri herlögreglu

Ég hitti fyrir nokkrum árum skógarvörđ í Norđur Noregi sem  sagđi mér frá ţví ađ Sigurđur Blöndal hefđi komiđ ţar og tekiđ ţátt í baráttufundum fyrir sjálfstćđi Noregs. Ţeir hefđu fariđ ađ skođa skóga norska ríkisins í nágrenninu. Ţá birtist skyndilega norsk herlögregla sem handtók Sigurđ og fćrđi til yfirheyrslu. Ţeir höfđu ţá fariđ inn á skógrćktarsvćđi sem norski herinn hafđi sérstakan ađgang ađ. Taldi ţessi norđurnorski skógarvörđur ekki vafa á ţví ađ  stjórnvöld hefđu fylgst vandlega međ hverju skrefi Sigurđar Blöndal í Noregi. Hann hefđi ţótt aflmikill  í baráttunni gegn inngöngu Noregs í Efnahagsbandalagiđ sem kallađi á sérstakt eftirlit. Ţađ fundu allir ţegar Sigurđur beitti sér, sama hver vettvangurinn var.

Á Hólum í Hjaltadal

Í skólastjóratíđ minni á Hólum í Hjaltadal kom Sigurđur Blöndal skógrćktarstjóri í heimsókn yfirleitt tvisvar á ári, vor og haust. Var hann ţá međ fyrirlestra og kennslu viđ skólann jafnramt ţví  ađ líta eftir skógrćktarstarfinu í hérađinu og hvetja fólk til dáđa. Skógrćkt ríkisins rak sérstaka skógrćktarstöđ í Varmahlíđ á ţessum árum en einnig var skógrćktin á Hólum  samstarfsverkefni Hólaskóla og Skógrćktarfélags Skagfirđinga. Gisti Sigurđur ţá gjarnan heima hjá okkur Ingibjörgu nokkra sólarhringa međan á heimsókninni stóđ. Voru ţađ góđar stundir. Á haustin kom hann gjarnan heim ađ Hólum í nóvember til ađ merkja tré sem skyldu höggvast og selja sem jólatré. Gátu ţau skipt hundruđum trén sem voru höggvin hvert haust og rann andvirđiđ til skógrćktarstarfsins í hérađinu.

Heggur sá er hlífa skal

Skáldiđ og kennarinn Rósberg G. Snćdal bjó ţá á Hólum og kenndi viđ Grunnskólann allt til er hann lést. Rósberg og Sigurđur voru miklir mátar og var oft glatt á hjalla í matsalnum ţegar ţeir félagar hittust. Sigurđur heimtađi vísu af Rósberg í hvert skipti er hann kom og vildi gjarna hafa ţćr kersknar međ broddi. Ţurfti ekki mjög ađ hvetja Rósberg í ţeim efnum. Ţessar tvćr lćt ég fylgja en ţćr voru báđar ortar ađ hausti er Sigurđur kom ađ fella trén sem höfđu náđ jólatrjáastćrđ. Hlíđin viđ Hóla ţar sem var höggviđ heitir Raftahlíđ. Fannst Rósberg lítiđ til um framgöngu skógrćktarstjóra ađ höggva litlu trén sem höfđu baslast viđ ađ vaxa í óblíđri veđráttu Norđurlands og taldi ţađ rýra Hóla:

Austan veri í erg og gríđ.

eggjar ferleg tólin.

Rćtur sker í Raftahlíđ,

rúinerar stólinn.

Og nćsta haust var vísa Rósbergs litlu mýkri:

Hann er plága í Hjaltadal

Hérna brá hann ljánum

Heggur sá er hlífa skal

Hóla- smáu -trjánum.

Ađ sjálfsögđu var samtímis unniđ ţar nauđsynlegt grisjunarstarf.

Leiđtogi sem hvatti og leiddi

Sigurđur Blöndal var stórglćsilegur mađur og höfđinglegur í öllu fasi. Hann var leiđtogi sem hlustađ var á og fylgt. Hann hafđi einstakt lag á ađ hrífa fólk međ sér. Međ augum barnsins, náttúrufrćđingsins og mannvinarins sá hann oft og hlúđi ađ mörgu ţví sem ađrir gengu hjá. Nú hafa ţeir hist, kunningjarnir Rósberg G. Snćdal rithöfundur og vísnaskáld og lífskúnstnerinn, húmoristinn og leiđtoginn Sigurđur Blöndal skógrćktarstjóri. Ţeir skiptast örugglega á léttum kersknisvísum.

Menningin vex í lundi nýrra skóga

Sigurđur Blöndal var fćddur og uppalinn á tímum grósku í félagshyggju og framfaraţrá sem leiddi ţjóđina til sjálfstćđs lýđveldis. Menn eins og Sigurđur Blöndal endurvöktu reisn íslensku ţjóđarinnar og sýndu í verki hverju hćgt er ađ ná međ skýrri framtíđarsýn. Litlu trén sem plantađ var á síđari hluta síđustu aldar eru orđin ađ ţéttum skógi og skógrćkt er orđin framtíđaratvinnugrein í viđarframleiđslu. Sigurđur Blöndal er einn af merkustu leiđtogum ţjóđarinnar á síđustu öld og hefur reist sér minnisvarđa sem mun vitna um starfsorku, ţekkingu hans og leiđtogahćfileika um ókomin ár og aldir. Draumsýn í Aldamótaljóđi Hannesar Hafstein rćtist í verkum Sigurđar Blöndal:

Sú kemur tíđ, er sárin foldar gróa,
sveitirnar fyllast, akrar hylja móa,
brauđ veitir sonum móđurmoldin frjóa,
menningin vex í lundi nýrra skóga.

Viđ Ingibjörg ţökkum Sigurđi samferđina, vináttu og góđar stundir á liđnum árum og áratugum. Guđrúnu og fjölskyldunni allri sendum viđ samúđarkveđjur. Blessuđ sé minning höfđingjans Sigurđar Blöndal skógrćktarstjóra. Guđ gefi landi voru marga slíka.

Jón Bjarnason


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband