Sunnudagur, 25. maí 2014
Söngur og tónlist í blóđi Skagfirđinga
Skagfirska óperusöngkonan Helga Rós Indriđadóttir er komin aftur heim í Skagafjörđinn. Hún skrifar mjög góđa hvatningargrein um Gildi tónlistarnáms :
" Ímynd Skagafjarđar hefur löngum veriđ sú ađ hér sé gott söngfólk og öflugt kórastarf. En viđ ţurfum ađ styrkja ţá ímynd ađ hér sé framúrskarandi tónlkistarskóli og lađa ţannig til okkar hćfileikaríka kennara og hlúa ađ ţeim sem eru hér fyrir.
Hér er kennt á píanó, gítar, harmonikku og ásláttarhljóđfćri, málmblásturshljóđfćri, tréblásturshljóđfćri og strengjahljóđfćri eins og fiđlu, lágfiđlu, selló og jafnvel kontrabassa..."
Öflugt sönglíf hefur veriđ einkenni Skagfirđinga um aldir og Tónlistarskóli Skagafjarđarsýslu er rekinn af miklum metnađi. Ţesu góđa starfi Tónlistarskólans kynntumst bćđi viđ Ingibjörg og börn okkar vel í skólastjóratíđinni heima á Hólum.
Frábćr sópransöngkona
Helga Rós hefur nú flutt aftur heim á ćskustöđvarnar í Skagafirđi eftir farsćlan náms- og söngferil erlendis, en hún var m.a. fastráđin söngvari viđ Óperuhúsiđ í Stuttgart í ein 8 ár:
" Ţađ er ótrúlega gefandi ađ vera komin aftur á ćskuslóđirnar og skila til baka ţeirri reynslu og ţekkingu sem ég ávann mér hér heima og svo í frekara námi og starfi " segir Helga Rós í grein sinni.
Ég hef ávalt veriđ mikill ađdándi ţessarar góđu söngkonu og óska okkur öllum til hamingju međ ađ hafa fengiđ Helgu Rós aftur heim í Skagafjörđinn.
Söngdeild viđ Tónlistarskólann
Nú hvetur Helga Rós í grein sinni til ţess ađ sérsök söngdeild verđi stofnuđ viđ Tónlistarskóla Skagafjarđarsýslu og er reiđubúin til ađ leggja fram krafta sína til ţess ađ svo megi verđa.
Helga Rós vitnar í formann Félags tónlistarskólakennara máli sínu til stuđnings:
"Rannsóknir sýna ađ tónlistarnám er eitt öflugasta tćki okkar til almenns ţroska. Ţađ eflir félagsţroskann og vitsmuni jafnt sem tilfinningar og sköpunargáfu. Ţađ eflir sjálfsmynd, sjálfsţekkingu og eykur vellíđan barna og ungmenna".
Ţađ er mikill fengur ađ fá Helgu Rós heim međ hćfileika sína, reynslu og ţekkingu til styrktar og eflingar góđu söng- og tónlistarlífi Í Skagafirđi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:58 | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.