Undirskriftir á fölskum forsendum

Það er í sjálfu sér sorglegt að til séu þeir íslenskir stjórnmálamenn í dag sem eru reiðubúnir að framselja  fullveldið og forræði þjóðarinnar á fiskveiðiauðlindinni. Samningaferlið við ESB er stopp, varð það strax  árið 2011 þegar Evrópusambandið neitaði að opna á samningaviðræður um sjávarútvegsmál og lagði fram harðar og óaðgengilegar  kröfur fyrir viðræðum um landbúnað. Alþingi hafð sett mjög ákveðin skilyrði, sem fylgdu umsókninni, þröskulda sem ekki mætti stíga yfir.   ESB neitaði í raun  að halda samningaviðræðum áfram  nema að Íslendingar féllu frá þeim fyrirvörum sem Alþingi hafði sett. Þetta þekkti ég mjög vel sem ráðherra þessara mála á þeim tíma.

Fyrirvarar Alþingis skýrir

Þá verði forræði þjóðarinnar tryggt yfir sjávarauðlindinni og þannig búið um hnútana að framlag sjávarútvegsins til efnahagslífsins haldist óbreytt".

Og  áfram segir í lok greinargerðar Alþingis frá 2009:

 "  Á hinn bóginn leggur meiri hlutinn áherslu á að ríkisstjórnin fylgi þeim leiðbeiningum sem gefnar eru með áliti þessu um þá grundvallarhagsmuni sem um er að ræða.  Að mati meiri hlutans verður ekki vikið frá þeim hagsmunum án undanfarandi umræðu á vettvangi  Alþingis og leggur meiri hlutinn til að orðalagi þingsályktunartillögunnar verði breytt með hliðsjón af þessu".

Svar ESB hefur alltaf verið ljóst

„Ríki geta ekki staðið fyrir utan sameiginlega sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins gangi þau í sambandið“ sagði  Thomas Hagleitner  fulltrúi stækkunardeildar Evrópusambandsins á þingmannfundi í Hörpunni nýlega. Og það er ekki í fyrsta sinni sem fulltrúar ESB árétta þá kröfu sína.

Þannig er staðan. Þetta ætti samninganefndarmaðurinn Þorsteinn Pálsson sem nú hefur hvað hæst  af ESB sinnum að vita manna best. Eða hversvegna lagði ESB aldrei fram rýniskýrslu sína um sjávarútveg sem var forsenda frekari viðræðna? Þorsteinn Pálsson hefur  sjálfur ítrekað sagt að ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu í sambandið geti ekki leitt innlimunarferlið í samningum.

Undirskriftir á fölskum forsendum

Þeir sem nú kalla eftir áframhaldandi samningum og heimta um það þjóðaratkvæðagreiðslu eiga  að hafa kjark til  að segja beint:  við erum reiðbúnir að fórna forræði okkar á auðlindunum, við viljum bara fá ganga í Evrópusambandið og undir það ertu beðinn að skrifa. Vinsældir eða óvinsældir ríkisstjórnarinnar í öðrum málum eiga ekki að blandast þar inn í.

Það er mjög ódrengilegt og óheiðarlegt að kalla fólk til liðs við sig á fölskum forsendum og heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um eitthvað sem ekki er fyrir hendi.  Alþingi setti fyrirvara og þá verður þingið fyrst að afturkalla ef halda á áfram.

Þessi ríkisstjórn sem nú situr og meirihlutinn sem hún styðst við var kosin  til að hætta aðildarviðræðunum og að Alþingi  afturkalli umsóknina. Við það ber henni að standa.

 

 

.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband