Nei við ESB og Nei til EU

Ráðstefna fullveldissamtakanna Nei við ESB á Íslandi og Nei til EU í Noregi á  Hótel Sögu sl. laugardag  tókst afar vel, fróðleg erindi og fjölsótt. Okkur er mikill styrkur af þessu samstarfi við félagana í Noregi. http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1502932/?item_num=6&dags=2014-03-24

Norðmenn hafa fellt í tvígang aðildarsamning að Evrópusambandinu, 1972 og 1994. Þeir hafa því mikla reynslu af baráttu við útsendara þessa öfluga ríkjasambands sem beitir bæði  fjármagni og fjölþættri  áróðurstækni til að undirbúa jarðveginn og ná fram vilja sínum í umsóknarlandinu.

Síðan Norðmenn felldu aðild í síðara sinni hefur ESB gjörbreytt inngönguferlinu og hert skilyrðin.  

Nú eiga sér ekki lengur stað beinar samningaviðræður heldur aðlögunarferli eða eins og segir skýrt í reglum Evrópusambandsins sjálfs: 

"Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beitingu – sem fylla 100 þúsund blaðsíður. Um þessar reglur ... verður ekki samið".

Í árslok 2012 ítrekaði Ráðherraráðið þessi skilyrði sín við Íslendinga:

"Ráðherraráð Evrópusambandsins ítrekar að Ísland verði að samþykkja og innleiða allan lagabálk Evrópusambandsins við mögulega inngöngu í sambandið." Ráðherraráð ESB: Aðildarviðræður ganga vel en Ísland þarf að samþykkja allan lagabálk ESB

 Fréttir af auknum umsvifum sendiráðs  ESB og Evrópustofu, áróðursmiðstöð ESB hér á landi er tákn um hver ásetningur þeirra er. Sendiráð ESB mun starfa áfram á Íslandi

Nýta þeir sér það að Ísland hefur enn stöðu umsóknarríkis og sem slíks áskilja þeir sér rétt til afskipta af innanríkismálum landsins.

Ráðstefnan áréttaði mikilvægi þess að ríkisstjórnin standi við þá ákvörðun sína að umsóknin að ESB verði afturkölluð með formlegum hætti eins og  núverandi stjórnarflokkar voru kosnir til.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband