Makrílstríð Norðmanna og Íslendinga ?

Per Olav Lundteigen þingmaður á norska Stórþinginu heldur erindi um Ísland -Noreg og Makrílinn á ráðstefnu Nei við ESB og Nei til Eu á Hótel  Sögu í dag. Lundteigen er þingmaður fyrir SP, Miðflokkinn norska sem stóð að fyrri ríkisstjórn. Per Olav  hefur setið á Stórþinginu um langt árabil og er  einn af leiðandi mönnum í norskri pólitík. Það eru ekki allr sammála stefnu og aðgerðum norsku ríksstjórnarinnar í makrílsamningunum og samskiptunum við Ísland. Og Per Olav Lundteigen lítur á makrílstríðið með öðrum augum en norska ríkisstjórnin gerir.

Það verður fróðlegt að heyra viðhorf þessa þekkta stjórnmálamanns í þessu gríðarstóra máli okkar Íslendinga. 

 Dagskráin fylgir hér með: 9:30- 17

 Vigdís Hauksdóttir: Opnunarávarp

Stefán Már Stefánsson, prófessor við HÍ : „Er Evrópusambandið ríki?“

Ragnar Arnalds: „De nordiska kuststaters självständighet utanför EU“ (Sjálfstæði strandríkja á Norðurslóð utan ESB)

Josef Motzfeldt: Sjálfstæðibarátta Grænlendinga

Halldóra Hjaltadóttir formaður ísafoldar. Ávarp

Odd Haldgeir Larsen: „Nei til EU som beveglse og fagbevegelsen rolle i Norge“ (Nei til EU sem fjöldahreyfing og verkalýðshreyfing í Noregi)

Erna Bjarnadóttir: „Reynslusaga af starfi fyrir hagsmunasamtök og samningahópa“

Matarhlé

Brynja Björg Halldórsdóttir:„Forgangsáhrif ESB réttar“

Haraldur Benediktsson: „Vinur hví dregur þú mig í þetta skelfilega hús?“

Helle Hagenau: „Om EÖS og Norges handelfrihet uten for EU (EES samningurinn og verslunarfrelsi Noregs utan ESB)

Halldór Ármannsson: „ESB og sjávarútvegur á Íslandi“

Per Olaf Lundteigen: ” Island, Norge og makrilen”

Ásgeir Geirsson formaður Herjans: Ávarp

Sigríður Á Andersen: “Fullveldi – nokkur praktísk atriði”

Olav Gjedrem: „Grunnlovsjubileet og 20 års jubileet for Neiet 1994“ (200 ára stjórnarskrárafmæli og 20 ár frá því að norðmenn höfnuðu ESB í þjóðaratkvæðagreiðslu.

 Ráðstefnustjórar: Jón Bjarnason og Helle Hagenau

Pallborðsumræður umsjón: Unnur Brá Konráðsdóttir

Allir velkomnir

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband