Laugardagur, 15. mars 2014
Skemmtilegast að teikna
Eitt afabarnið, Þórir Kolka Ásgeirsson, 14 ára, opnar sína fyrstu opinberu málverkasýningu á Café Haití í dag klukkan 14. Mjög falleg mynd og opnuviðtal birtist við hann á baksíðu Morgunblaðsins í dag. Skemmtilegast að teikna
Af því tilefni leyfir afi sér að montast aðeins og samgleðjast Þóri:
Ég hef blómstrað í listinni og þess vegna langaði mig til þess að halda sýningu, þar sem ég er með svo margar myndir og mér finnst að þær þurfi að njóta sín einhvers staðar.
Margir segja að börn séu bestu málararnir, því þau máli hlutina eins og þau sjá þá án þess að vera bundin af einhverjum reglum. Þórir segir að hann hafi strax ánetjast listinni. Þegar ég fékk blýant og blað byrjaði ég strax að teikna og fannst það ótrúlega skemmtilegt, segir hann
Sýningin heitir : "Það sem augun sjá og hugurinn skynjar"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.