Fimmtudagur, 6. mars 2014
Landbúnaðarháskólarnir á Hvanneyri og Hólum
Eru öflugar menntastofnanir sem gegna víðtæku hlutverki í sérhæfðri menntun og rannsóknum á sínum sviðum. Skólasetrin, Hólar og Hvanneyri eru þungamiðja í menningu -, samfélagslegri ímynd og starfi nærumhverfisins síns sem og dreifbýlisins alls.
Ýmsir, sérstaklega í stjórnsýslunni sem þekkja lítið til landsbyggðarsamfélagsins og atvinnugreinanna sem það fóstrar klifa á að leggja beri þessa skóla niður.
Aðrir vilja svipta þá sjálfstæði sínu og fara með þá inn í aðrar fjarlægar skólastofnanir og gera að útibúum.
Nýafstaðið Búnaðarþing ályktaði um málið
Landbúnaðarháskólar á Íslandi
"Markmið
Búnaðarþing leggur áherslu á að sjálfstæði og rekstrargrundvöllur landbúnaðarháskóla á Íslandi sé tryggður. Mikilvægt er fyrir íslenskan landbúnað og þróun hans að í landinu séu öflugir skólar sem sinna endurmenntun bænda, starfsmenntanámi, háskólanámi og rannsóknum í landbúnaði. Sjálfstæðir og öflugir landbúnaðarháskólar eru mikilvægur hlekkur í framþróun og framtíð íslensks landbúnaðar.
Leiðir
Búnaðarþing 2014 leggst gegn hugmyndum menntamálaráðherra um samruna HÍ og LbhÍ. Búnaðarþing hvetur stjórn BÍ til að leita allra leiða til að tryggja áfram sjálfstæði LbhÍ. Búnaðarþing telur eðlilegt að það fjármagn sem menntamálaráðherra er tilbúinn að veita til samruna HÍ og LbhÍ fari í að styrkja rekstur LbhÍ án þess að til þess samruna komi."
Hér með er tekið undir með Búnaðarþingi og stjórnvöld brýnd til að treysta stöðu Landbúnaðarháskólanna á Hvanneyri og Hólum og standa vörð um sjálfstæði þeirra og verkefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.